Öryggismál

Upplýsingar um öryggi einstaklinga

Ferðamenn

Key seeker

Key seeker er lítill nemi sem þú hefur á lyklakippunni. Ef þú veist ekki hvar þú lagðir lyklana frá þér getur þú smellt á tæki eða spjald og þá heyrist í nemanum. Það er einnig möguleiki að setja þetta á veski, hækju o.s.frv. Key seeker er til sölu í mörgum lykla og lásabúðum.

Lyklabox

Það getur hentað mörgum að hafa aukalykil í lyklaboxi við hús sitt. Það getur minnkað líkur á að fólk sé læst úti. Séu margir aðrir en heimilisfólk sem þurfa að komast inn (s.s. ræsting, heimahjúkrun og ættingjar) þá losnar fólk við að dreifa húslyklum til margra aðila. Lyklarnir eru til taks í lyklaboxinu en því er læst með talnalás. Þeir aðilar sem við vitum að selja lyklabox eru BB festingNeyðarþjónustan, Rafhitun og Vélar og verkfæri.

MedicAlert

MedicAlert er alþjóðlegt neyðarþjónustukerfi sem er rekið án ágóða og víða í sjálfboðavinnu.  Kerfið er þríþætt:  Merki úr málmi, plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár.

Slysavarnir

Á vef Landsbjargar má finna upplýsingabæklinginn Örugg efri ár!, en þar er farið yfir hagnýt atriði sem allir geta nýtt sér varðandi slysavarnir á heimilinu.
Gott er að fara yfir gátlista Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en þar eru ýmis atriði sem fólk getur nýtt sér þegar það fer yfir öryggisatriði á heimilinu.

Hér eru tenglar inn á ýmis atriði er varða slysavarnir. 


Fræðslumyndbönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar

 Á vefsíðu Miðstöðvar slysavarna barna má finna margvíslegar upplýsingar um slysavarnir fyrir alla aldurshópa. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka