Hjálpartæki

Hér finnur þú upplýsingar um fyrirtæki sem selja/leigja hjálpartæki. Vert er að benda á að hægt er að sækja um styrk fyrir kaupum á hjálpartækjum til Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ, sjá nánari upplýsingar á vefsíðu okkar undir Réttindi. Fyrirtækin eru í stafrófsröð. Endilega látið okkur vita ef þið vitið af fleiri fyrirtækjum sem selja/leigja hjálpartæki.

Allir geta keypt hjálpartæki hjá þeim fyrirtækjum sem selja hjálpartæki, t.d. ef fólk vill eiga salernisupphækkanir í sumarbústaðnum eða heima hjá ættingjum. 

Fyrirtæki sem leigja út hjálpartæki

Hjálpartækjarleiga Sjálfsbjargar

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra setti á stofn hjálpartækjaleigu fyrrihluta árs 2017. Fyrst er einvörðungu verið að leigja út hjólastóla og göngugrindur. Síðan er stefnt að því að bæta fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum við vöruúrvalið. Unnt er að láta senda sér búnaðinn gegn sendingargjaldi. Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar annast samskipti vegna Hjálpartækjaleigu og búnaðurinn er jafnframt afhentur þar og honum skilað þangað. 

Vefsíða Hjálpartækjaleigunnar er: www.hjalpartaeki.is – netfang: hjalpartaeki@sjalfsbjorg.is og sími: 5500-118.

Stoð - Stoðtækjasmíði

Stoð starfrækir hjálpartækjaleigu.

Leigir út: Hjólastóla f. börn og fullorðna og göngugrindur. Eru með þrjár stærðir af hjólastólum. Það er hægt að láta senda sér hjálpartæki en þá þarf að borga sendingarkostnað (des. 2015).

Hér má sjá kynningarmyndband um Stoð

Fyrirtæki sem selja hjálpartæki

BaraHealth

BaraHealth selur ýmsar tegundir stuðningspúða.

Eirberg 

Eirberg selur ýmis hjálpartæki m.a. ýmis konar smáhjálpartæki, bað- og salernishjálpartæki, hjólastóla, hjólastólarampa og gönguhjálpartæki.

Fastus

Fastus selur ýmis hjálpartæki m.a. gönguhjálpartæki, hjólastóla og sjúkrarúm.

Kollidoor ehf

Kollidoor ehf, á Akureyri,  smíðar bæklunarskó og er með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kollidoor ehf býður einnig upp aðra þjónustu, göngugreiningu, skóviðgerðir o.fl.

Stoð - Stoðtækjasmíði

Stoð selur ýmis hjálpartæki m.a. hjólastól, rafskutlur, vinnustóla, göngugrindur, sjúkrarúm, bað/-og salernishjálpartæki og smáhjálpartæki, ásamt því að sérsmíða spelkur og gervilimi

Stoð starfrækir jafnframt hjálpartækjaleigu.
Leigir út: Hjólastóla fyrir börn og fullorðna og göngugrindur. Eru með þrjár stærðir af hjólastólum. Það er hægt að láta senda sér hjálpartæki en þá þarf að borga sendingarkostnað (des. 2015).

Hér má sjá kynningarmyndband um Stoð

Stoðtækni ehf

Stoðtækni ehf smíðar bæklunarskó og er með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Stoðtækni ehf  býður einnig upp aðra þjónustu, göngugreiningu, skóviðgerðir o.fl.

Örtækni

Örtækni selur ýmsan hug/-og vélbúnað fyrir fatlað fólk. Undir Búnaður fyrir fatlaða á heimasíðu þeirra má t.d. finna hugbúnað fyrir lesblinda, hljóðbókaspilara, lestæki fyrir sjónskerta og fleira. Ýmsar vörur fyrir fatlaða eru t.d. alls konar rofar, iPad hulstur og standar, festingar fyrir flatskjái svo eitthvað sé nefnt. 

Öryggismiðstöðin 

Öryggismiðstöðin selur ýmis hjálpartæki m.a.  rafskutlur, hjólastóla, gönguhjálpartæki, baðtæki, fólkslyftara, brautir og rampa. 

Össur

Össur býður upp á alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf auk sérsmíði á gervilimum og spelkum.

Gott að vita

  • Sjúkratryggingar Íslands eru staðsettar að Vínlandsleið 16, 150 Reykjavík. Afgreiðslutími er kl. 10:00-15:00 alla virka daga. Símatími iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í einingu tæknilegra hjálpartækja er frá kl. 10:00-12:00 alla virka daga. Símatími verkstæðis er kl. 10:00-12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið htm(hja)sjukra.is 
  • Hjálpartækjamiðstöð Íslands er með aðstöðu á Kristnesspítala í Eyjafirði þar sem hægt er að prófa ýmis hjálpartæki ásamt því að starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu og notendur hjálpartækja geta pantað tíma og fengið ráðgjöf um hjálpartæki. Símatími iðjuþjálfa er á þriðjudögum kl. 11:30-12:00 í síma 463 0399. Tekið er við skilaboðum á símsvara á öðrum tímum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hjalpartaeki(hja)fsa.is 
  • Hækjur er hægt að kaupa í afgreiðslu slysa/-og bráðadeildar, í stoðtækjaverslunum og sumum lyfjaverslunum.
  • Hægt er að fá hljóðbókaspilara sem spilar bækur þar sem frá var horfið, þú týnir því aldrei staðnum sem þú varst á.  Sjá nánari upplýsingar um spilarann hér.
  • Margir hafa leitað að söluaðila fyrir upphækkun á rúmfætur. Slíkt er ekki selt í verslunum hér á landi en hægt er að sækja um slíkt hjá Hjálpartækjamiðstöðinni. Sótt er um það eins og önnur hjálpartæki. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja


Til baka