Heimahjúkrun - heimaþjónusta
Samkvæmt 12. grein reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 skulu heilsugæslustöðvar starfrækja heimahjúkrunarþjónustu sem einkum hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna.
Reglugerðin.
Hlutverk
Hlutverk heimahjúkrunar samkvæmt vefsíðu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að sinna fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. Heimahjúkrun sinnir einstaklingum sem eru að mestu sjálfbjarga en þarfnast stuðnings t.d. vegna óöryggis eða kvíða og einstaklingum sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar t.d. vegna sárameðferðar og þeim sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag vegna langvinnra sjúkdóma.
Beiðni um heimahjúkrun verður að berast skriflega frá heilbrigðisstarfsmönnum.
Önnur þjónusta við fatlað fólk er yfirleitt veitt af félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga.
Höfuðborgarsvæðið
Heimaþjónusta Reykjavíkur sinnir heimahjúkrun í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og hefur yfirsýn yfir þá heilbrigðisþjónustu og meðferð sem skjólstæðingar þeirra njóta í heimahúsi. Heimaþjónusta Reykjavíkur sinnir næturþjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Einnig sinnir hún nætur, kvöld- og helgarþjónustu í Mosfellsumdæmi. Heimaþjónusta Reykjavíkur er staðsett að Álfabakka 16. Sími 411 9600.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er veitt frá eftirfarandi stöðvum og þar má fá nánari upplýsingar um þjónustuna:
- Heilsugæsla Mosfellsumdæmis
- Heilsugæslan Hamraborg
- Heilsugæslan Garðabæ
- Heilsugæslan Fjörður
- Heilsugæslan Sólvangur
Vesturland
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir íbúum Akraness, Borgarness, Búðardals, Hólmavíkur, Hvammstanga, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Stykkishólms. Um heimahjúkrunarþjónustu HVE
Norðurland
Heimahjúkrun á Akureyri
Nánar um heimahjúkrun á Akureyri
Heimahjúkrun á Dalvík
Nánar um heimahjúkrun á Dalvík
Heimahjúkrun á Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík sinnir íbúum Reykjahlíðar, Lauga, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar
Heimahjúkrun í Fjallabyggð
Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð sinnir íbúum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
Nánar um heimahjúkrun í Fjallabyggð
Austurland
Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir íbúum Neskaupsstaðar, Seyðisfjarðar, Egilsstaða, Borgarfjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar.
Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Austurlands
Suðurland
Heimahjúkrun á Suðurlandi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands sinnir íbúum Hveragerðis, Hafnar, Kirkjubæjarklausturs, Laugaráss, Rangárþings, Selfoss, Vestmannaeyjar, Víkur í Mýrdal og Þorlákshafnar.
Nánar um heimahjúkrun á Suðurlandi
Nánar um heimahjúkrun í Vestmannaeyjum
Suðurnes
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir íbúum Reykjanesbæjar, Grindavíkur og Voga.
Nánar um heimahjúkrun á Suðurnesjum
Aðrir staðir
Varðandi heimahjúkrun á öðrum stöðum á landsbyggðinni en taldir eru upp hér fyrir ofan bendum við á viðkomandi heilsugæslustöðvar, sjá nánar undir Heilsugæsla
Einkafyrirtæki
Upplýsingar um einkafyrirtæki sem sinna heimaþjónustu (neðarlega á síðunni)
Heimaþjónusta iðjuþjálfa
Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfar iðjuþjálfi sem hefur aðsetur í Þönglabakka 1 í Mjódd. Hann fer í heimilisathuganir til einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu (Kjalarnes,Mosfellsbær,Kópavogur,Garðabær og Hafnarfjörður og til þeirra sem ekki eru með heimaþjónustu hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur).
Iðjuþjálfinn metur þörf fyrir hjálpartæki og sækir um þau til SÍ og veitir ráðgjöf. Heimilislæknar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn senda honum tilvísun.Þjónustan er ókeypis. Sjá nánar á heimasíðu heilsugæslunnar.
Tveir iðjuþjálfar starfa hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur, sími: 411-9600 og 411-1500. Þeir fara í heimilisathuganir til þeirra sem eru með heimahjúkrun eða heimaþjónustu í Reykjavík (þær starfa hjá Reykjavíkurborg). Sjá nánar um heimaþjónustu Reykjavíkur
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.