Eldri borgarar

Tilgangurinn með þessari síðu er að auðvelda eldri borgurum að nálgast upplýsingar á vefnum okkar.  Einnig eru upplýsingar um afslætti, félagsstarf, fræðslu, hjálpartæki o.fl. sem tengist málaflokknum.

Aðgengi

Á vefsíðu okkar má finna ýmsar upplýsingar um aðgengi eins og aðgengilega gististaði, veitingahús, menningu og bara almennt um aðgengi.

Afslættir

Í blaðinu "Listin að lifa"  sem er gefið út af Landssambands eldri borgara er hægt að lesa sér til um afslætti sem félagsmenn geta fengið frá ýmsum fyrirtækjum víðsvegar um landið. Fremst í bókinni eru einnig upplýsingar um aðildarfélög eldri borgara innan Landssambandsins, þ.e.a.s. hvar félögin eru til staðar, símanúmer, vefpóstur og nöfn formanna.

Félagsstarf

 Á vefsíðu Landssambands eldri borgara (LEB) er hægt að sjá lista yfir aðildarfélögin, ásamt nafni formanna, heimilisfangi og símanúmeri.

Sum þessara aðildarfélaga eru með eigin vefsíður og er hægt að finna tengla inn á þær hér fyrir neðan.

Félag eldri borgara á Álftanesi  -   Facebook síða félagsins  (2018)

Félag eldri borgara í Garðabæ    Facebook síða félagsins (2016)

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ

Félag eldri borgara í Hafnarfirði

Félag eldri borgara í Hveragerði

Félag eldri borgara í Kópavogi

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 

Félag eldri borgara á Selfossi 


Félagsstarf í sveitarfélögum landsins
Víðsvegar um landið starfrækja sveitarfélög félagsmiðstöðvar þar sem boðið er upp á félags- og tómstundastarf auk námskeiða með það að markmiði að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Á félagsmiðstöðvunum er meðal annars boðið upp á mat og kaffi, tómstundaiðju og hreyfingu. Oft talar fólk um þessar félagsmiðstöðvar sem "félagsstarf eldri borgara" en á flestum stöðum er félagsstarfið opið öllum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan og hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig, nánar um þjónustu sveitarfélaga

Margar af kirkjum landsins eru með félagsstarf fyrir eldri borgara, þar sem starfsmenn kirkjunnar sjá um samveruna. Félagsstarfið getur verið mismunandi eftir kirkjum en oft koma gestir og flytja fræðsluerindi eða tónlist, boðið er upp á kaffihlaðborð eða léttar veitingar á sanngjörnu verði, spjall og helgistund. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að spyrjast fyrir í kirkjum landsins.

Fræðsla

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar hefur látið gera nokkra fyrirlestra í formi jafningafræðslu en tilgangurinn með jafningafræðslunni er fyrst og fremst að fræða og upplýsa aðra, en ekki síður að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt.

Hér sýnum við myndbönd sem geta verið gagnleg hreyfihömluðum og öðrum. Vonum að sem flestir geti nýtt sér þau.

Hjálpartæki

Sjúkratryggðir eiga rétt á styrkjum vegna hjálpartækja samkvæmt reglugerð. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða styrki vegna hjálpartækja sem eru til lengri notkunar en þriggja mánaða.
Upplýsingar um styrk til kaupa á hjálpartækjum

Allir geta keypt hjálpartæki hjá þeim fyrirtækjum sem selja hjálpartæki, t.d. ef fólk vill eiga salernisupphækkanir í sumarbústaðnum eða heima hjá ættingjum. Hér eru upplýsingar um fyrirtæki sem leigja út hjálpartæki og selja

Hreyfing

Hreyfitorg er síða sem að allir geta haft gagn og gaman af. Þetta er sniðug síða þar sem hægt er að leita að hreyfingu sem að hentar hverjum og einum, eftir staðsetningu á landinu. Auk þess er hægt að lesa ýmsar ráðleggingar og efni sem tengist hreyfingu og kynna sér hreyfiseðil, sem byggir á því að læknir metur einkenni og ástand einstaklings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við.

Sund er ódýr og fyrirtaks hreyfing. Hér höfum við tekið saman upplýsingar um aðgengilegar sundlaugar

Áhugavert lesefni um hreyfingu aldraðra


Námskeið

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar býður oft upp á ókeypis fyrirlestra og fræðslu og hér er hægt að fylgjast með því hvað er á döfinni

Hér má finna yfirlit yfir Fræðslu- og símenntunarstöðvar á Íslandi, en þar eru ýmis konar námskeið í boði

Réttindi

Öryggismál

Hér má finna ýmsar upplýsingar um öryggismál

Á vef Landsbjargar má finna upplýsingabæklinginn Örugg efri ár! en þar er farið yfir hagnýt atriði sem allir geta nýtt sér varðandi slysavarnir á heimilinu. Gott er að fara yfir gátlista Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en þar eru ýmis atriði sem fólk getur nýtt sér þegar það fer yfir öryggisatriði á heimilinu.

Á vefsíðu Miðstöðvar slysavarna barna má finna upplýsingar um slysavarnir fyrir alla aldurshópa. Þar á meðal eru upplýsingar um slysavarnir 65 ára og eldri.


Til baka