Daglegt líf
Hér söfnum við saman ýmsum hagnýtum upplýsingum sem varða daglegt líf hreyfihamlaðra (fatlaðra) bæði innan veggja heimilisins og utan. Hafir þú upplýsingar sem þú telur að geti gagnast öðrum varðandi daglegt líf þá biðjum við þig um að hafa samband við okkur.
Baðherbergi
- Sjá kaflann um Aðgengi á vefsíðunni.
- Bað/-og salernishjálpartæki er m.a. hægt að kaupa hjá Eirberg, Fastus , Stoð, Vélum og verkfærum.
- Sjúkratryggingar Íslands - Bæklingur um bað- og salernishjálpartæki .
- Baðlyftu má fá hjá Íslandslyftum. Baðlyftan er fest með sogskálum og því færanleg svo ekki þarf að grípa til varanlegra breytinga.
- Sjá leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun
- Hér má finna samantekt úr leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um aðgengi innandyra og utandyra.
- Aðgengileg baðherbergi eru hér á Pinterest og leiðir til að gera herbergið aðgengilegra
Eldhús
- Sjá kaflann um Aðgengi á vefsíðunni.
- Smáhjálpartæki sem nýtast í eldhúsinu fást t.d. hjá Eirberg, Fastus og Stoð.
- Klaran.is er vefverslun sem sérhæfir sig í vörum sem einfalda vinnuna í eldhúsinu. Hentar einnig fólki sem eingöngu notar aðra hendina, án þess að vera sérstaklega hannaðar fyrir fatlaða.
- Sjá leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun.
- Aðgengilegar eldhúsinnréttingar má sjá til dæmis hjá Howdens og Eirberg .
- Dæmi um margvísleg eldhús útbúin fyrir hreyfihamlað fólk - Kitchen for the disabled
Fatnaður fyrir hreyfihamlað fólk - hjólastólanotendur
Ekki er vitað um saumastofur hérlendis sem hafa sérhæft í að sauma eða breyta fatnaði fyrir fatlað fólk og eru allar upplýsingar þar um vel þegnar.
Aftur eru slíkar saumastofur víða erlendis og finna má þær á internetinu. Hér eru nokkrar tilteknar sem selja föt sérsniðinn að ólíkum þörfum fólks með mismunandi fatlanir. Því miður vitum við ekki til þess að söluaðilar á Íslandi selji slíkan fatnað en margar saumastofur bjóða upp á að breyta fatnaði og sauma sérsniðin föt frá grunni.
Dórukot hefur tekið að sér sérsaum á hlífðarfatnaði og hefur m.a. gert svuntur fyrir hjólastóla.
Gleym mér ei, er fóðraður hlífðarpoki sem hentar vel til útivistar, fyrir fólk á ýmsum aldri. Kemur sér vel til að klæða kuldann af sér fyrir fólk á rafskutlu eða hjólastól. Hlífðarpokarnir fást í 3 stærðum en einnig er saumað eftir máli. Nánari upplýsingar veitir Alda saumakona í síma 849 0446 eða netfangið aldagardars@gmail.com
Hér að neðan eru nokkrar erlendar netverslanir sem selja sérhæfðan fatnað.
Clothing solutions for disabled people
Ef þú hefur góða reynslu af því að panta sérsniðinn fatnað af erlendri verslun á netinu máttu endilega láta okkur vita.
Garðurinn
Hér eru hugmyndir að útfærslu á garðinum þannig að hann henti hreyfihömluðu fólki. Ábendingar um fleiri atriði sem hjálpa fötluðu fólki við að hugsa um garðinn sinn eru vel þegnar.
- Allt er tengist görðum fyrir fatlað fólk.
- Myndir af garði og gróðurkerjum sem eru aðgengileg einstakling í hjólastól.
- Ábendingar um hvernig hægt er að gera garð aðgengilegan.
- Bæklingur um aðgengilega garða og garðyrkju.
- Á vefsíðunni Grows on you eru myndir af görðum sem geta gefið fötluðu fólk hugmyndir þegar kemur að garðrækt.
- Við höfum tekið saman frekari upplýsingar um garðyrkju undir Tómstundir - Ódýr og ókeypis afþreying.
Innkaupakerrur fyrir hjólastóla
Nokkrar verslanir bjóða upp á innkaupakerrur sem hægt er að festa við hjólastóla. Þær verslanir sem við höfum fengið upplýsingar frá (desember 2015) eru:
Fjarðarkaup, Hafnarfirði
Hagkaup, allar verslanir. Það þarf að óska eftir þeim við starfsfólk sem sækir þær fyrir þig.
Ikea
Iceland, Engihjalla
Krónan (Akranesi, Bíldshöfða, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi)
Nettó, Mjódd
Útivist
- Hægt er að fá hanska fyrir hjólastólanotendur á nokkrum stöðum. Fossberg hefur selt ýmsar gerðir af hönskum (en aðgengi þar er ekki gott skv. upplýsingum frá hjólastólanotanda). Einnig eru seldir sterkir hanskar í Verkfæralagernum sem er í Smáranum í Kópavogi (gott aðgengi skv. hjólastólanotanda). Þá má versla hanska erlendis frá í gegnum netverslanir t.d. MobilitySmart . Ef þú veist um fleiri staði sem selja góða hanska fyrir hjólastólanotendur máttu gjarnan láta okkur vita.
-
Til eru sérstakir útivistarhjólastólar, svokallaðir Hippocampe, á nokkrum stöðum á landinu sem hægt er að fá lánaða án endurgjalds. Útvistarhjólastóll auðveldar einstaklingum sem eiga erfitt með gang eða nota hjólastóla að fara um mólendi, strendur og í snjó, en hægt er að setja skíði undir stólinn til að fara um í snjó. Á höfuðborgarsvæðinu hafa þessir stólar til útláns hjá Grensás, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Þá vitum við til þess að slíkir stólar hafi verið til hjá Sjálfsbjörg á Akureyri og að einn stóll sé staðsettur á Akranesi á sambýli þar og munu útivistarhjólastólar vera til á Húsavík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar fást hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
- Hjá Léttitækni er hægt að kaupa rafknúinn klifurstól. Klifurstóll klífur tröppur og stiga þannig að aðstoðarmaður þess sem á erfitt með gang eða þess sem notar hjólastól þarf ekki að reyna mikið á sig við að aðstoða einstaklinginn upp stigann.
- Léttitækni selur einnig Segway hjólin sem gætu hentað mörgum sem geta staðið en geta ekki gengið lengi.
- Rafgeymasalan í Hafnarfirði selur rafgeyma í rafskutlur. Það sem þarf að athuga eru Amper stundir á rafgeymi, hve mörg voltin eru og ummálið á geymnum (hæð, breidd og lengd).
- Rafmagnshlaupahjól sem og rafknúin reiðhjól eruað verða æ algengari og mörg þeirra henta hreyfihömluðu fólki ágætlega. Þar sem þróunin er svo hröð og sífellt eru að koma inn nýjir söluaðilar er best að nota leitarvélar og nota t.d. orðið "rafhlauoahjól" þá koma upp söluaðilar og lýsingar á hjólunum.
- Leiðbeiningar og góð ráð um notkun vél- eða rafknúinna hjóla sem eru hönnuð fyrir allt að 25 km hraða má finna á vef Samgöngustofu.
Gagnlegar vefsíður
- Öryggismiðstöðin er með ókeypis ráðgjöf varðandi sjálfvirka hurðaopnun og lausnir. Þeir bjóða upp á margvíslegan hurðaopnunarbúnað.
- Hér má finna samantekt um aðgengi innandyra úr leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar.
Í kafla okkar um aðgengi má finna lista yfir aðgengileg veitinga- og kaffihús og ýmiskonar þjónustu.