Fréttir frá öðrum vefsvæðum

25.2.2021 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir SÍ: Forgangsröðun haldi og kostnaður rúmist innan fjárlaga

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinna nú að því að koma á samningum við sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga.


Fram hefur komið í umfjöllun um viðræður SÍ við talmeinafræðinga að í núverandi samningi þessara aðila er gerð krafa um tveggja ára starfsreynslu(*). Ákvæðið, sem var sett inn að tillögu talmeinafræðinga á sínum tíma, er nú eitt af því sem þeir leggja áherslu á að falli brott í nýjum samningi. SÍ telja vel koma til greina að endurskoða ákvæðið en benda á að það myndi líklega leiða til þess að kostnaður vegna þjónustu talmeinafræðinga fari fram úr þeim fjárveitingum sem Alþingi hefur ákveðið. 

24.2.2021 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Nýtt fjármögnunarkerfi heilsugæslu á landsbyggðinni

Um síðustu áramót tók gildi nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Þetta er liður í að innleiða þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu um allt land í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. 

11.2.2021 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Heilbrigðisþjónusta erlendis á tímum Covid-19

Síðastliðna mánuði hafa Sjúkratryggingar Íslands frestað greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu erlendis sem ekki telst lífsbjargandi. Þetta er gert vegna mikillar óvissu í heiminum vegna Covid-19 og var ákvörðunin tekin að höfðu samráði við landlækni og sóttvarnarlækni. Meginreglan er því sú að stofnunin mun ekki gefa út greiðsluábyrgðir vegna slíkrar þjónustu fyrr en áhætta telst ásættanleg, í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnayfirvalda. Rétt er að taka fram að umsóknir sem berast eru afgreiddar áfram þó ekki sé hægt að samþykkja ferð á þeim tíma sem sótt er um.