Fréttir frá öðrum vefsvæðum

19.9.2017 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Innleiðing breyttrar fjármögnunar Landspítala

Í febrúar 2016 undirrituðu Sjúkratryggingar Íslands og Landspítali tímamótasamning um innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar spítalans fyrir árið 2016. Samningurinn hafði engar fjárhagslegar skuldbindingar, hvorki fyrir SÍ né LSH en hann var þó mikilvægt skref í undirbúningi og innleiðingu að breyttri og bættri fjármögnun spítalans. Á grundvelli samningsins var gerð einskonar skuggakeyrsla á fyrirhuguðum samningi um framleiðslutengda fjármögnun og samanburður gerður á tveimur mismunandi fjármögnunaraðferðum. Markmiðið er að geta tengt fjármögnun spítalans og umfang þjónustu til að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjármuna. Framleiðslutengd fjármögnun getur að auki haft afkastahvetjandi og jákvæð áhrif fyrir Landspítala þegar til lengri tíma er litið. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.

13.9.2017 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2016

Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga 2016 er komin út. Í skýrslunni má finna upplýsingar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands og Staðtölur sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar ásamt ársreikningum. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.

6.9.2017 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Sjúkraþjálfun í ágúst - uppfært skjal

Þegar fyrstu 8 mánuðir ársins eru skoðaðir sést að kostnaður SÍ fyrir hvern einstakling virðist vera að hækka töluvert eftir að nýtt greiðsluþáttökukerfi tók gildi 1. maí. Komum virðist ekki vera að fjölga mikið en hafa verður í huga að yfirleitt eru færri komur á sumrin vegna sumarleyfa (sjá töflur 1 og 2).

19.7.2017 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Breytingar á fjölda skráðra á heilsugæslustöðvar í júní 2017

Ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða, opnaði á höfðuborgarsvæðinu þann 1. júní sl.