Fréttir frá öðrum vefsvæðum

24.2.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Upplýsingar til heilbrigðisstarfsmanna vegna kórónaveirunnar

Hér getur heilbrigðisstarfsfólk nálgast upplýsingar og leiðbeiningar varðandi kórónaveiru (COVID-19).

21.2.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Uppfærsla á raungrunni SÍ.

Raungrunnur SÍ verður uppfærður næstkomandi sunnudag á milli kl. 18-21. Greiðsluþátttökukerfi auk réttinda- og gagnagáttar verður óaðgengilegt á meðan.

21.2.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Persónuverndarfulltrúi SÍ

Elsa Gísladóttir hefur verið skipuð persónuverndarfulltrúi SÍ og tekur hún við starfinu þann 1. mars. nk. Elsa hefur gegnt lykilhlutverki í innleiðingu persónuverndarreglna hjá SÍ á síðasta ári og er því vel að starfanum komin. Frá 1. febrúar á síðasta ári, hefur Erla S. Árnadóttir hrl. hjá lögmannsstofunni LEX sinnt verkefnum persónuverndarfulltrúa og færa SÍ henni bestu þakkir fyrir. Við óskum Elsu velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.“

21.2.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Þjónustukönnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) en kannanir sem þessar eru liður í eftirliti SÍ með þjónustu sem veitt er á grundvelli samninga við stofnunina. Niðurstöðurnar hafa þegar verið kynntar rekstraraðilum og verða nýttar bæði af SÍ og einstökum þjónustuveitendum til að þróa og efla þjónustuna.