Fréttir frá öðrum vefsvæðum

23.1.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Samningar um þjónustu hjúkrunarheimila

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samtaka íslenskra sveitarfélaga hins vegar rann út í lok árs 2018. SFV og Samtök íslenskra sveitarfélaga hafa skipað samninganefnd sem farið hefur fyrir hjúkrunarheimilum landsins í samningum við SÍ. Nokkrir þeirra aðila eru jafnframt forstöðumenn stærri heimila á landinu. Strax í upphafi viðræðna lögðu SÍ til að samningurinn yrði framlengdur óbreyttur í tvö ár en því var hafnað af samninganefndinni. Af þeim sökum var sett reglugerð og gjaldskrá fyrir árið 2019 sem byggði á fyrrnefndum rammasamningi. Samningaviðræður um nýjan samning stóðu yfir með hléum á árinu 2019. Að ósk ofangreindrar samninganefndar voru viðræður teknar upp af krafti í nóvember 2019 og samningur undirritaður í lok desember.

23.1.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Greiðslur vegna sjúkraþjálfunar

Þann 13. janúar sl. hættu flestir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar að starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Til að tryggja sjúklingum greiðsluþátttöku SÍ var sett reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar. Endurgreiðsla kostnaðar miðast við gjaldskrá SÍ.

16.1.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Samið til tveggja ára um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Tekist hafa samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og rekstraraðila hjúkrunarheimila um allt land um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samið var við hvern og einn rekstraraðila en samningarnir eru samhljóða og taka til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma. Andvirði þeirra nemur um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi þessa árs. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samningana sem gilda til árloka 2021.

15.1.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Nýr samningur um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019. Gerðir voru samhljóða samningar við hvern rekstraraðila hjúkrunar- og/eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Samningarnir taka alls til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma og nema um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi ársins 2020.