Fréttir frá öðrum vefsvæðum

29.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels um að nýta aðstöðu á Hótel Reykjavík Natura sem gistirými fyrir skilgreinda lykilstarfsmenn heilbrigðiskerfisins og Almannavarna í þeim tilvikum að þeir geta ekki dvalið heima hjá sér af hættu við smit af COVID-19.

26.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna

SÍ hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa. Þetta er liður í aðgerðum stofnunarinnar til að auðvelda sjúklingum aðgengi að þjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja. SÍ munu greiða sérgreinalæknum fyrir fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. símtöl og myndsímtöl, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt, m.a. að tilskilin leyfi landlæknis séu til staðar. 

24.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Plaquenil - Ráðstafanir til að koma í veg fyrir skort

Til að tryggja sem best öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir skort á lyfinu Plaquenil hafa Lyfjastofnun, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og lyfjagreiðslunefnd ákveðið að grípa til eftirfarandi aðgerða:

23.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða

Auglýsing heilbrigðisráðherra um frestun valkvæðra skurðaðgerða tímabundið frá 23. mars – 31. maí næstkomandi, ásamt fyrirmælum embættis landlæknis þess efnis, hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda. Sagt var frá ákvörðuninni í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins 22. mars.