Fréttir frá öðrum vefsvæðum

22.5.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands opnar aftur

Þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands opnar aftur mánudaginn 25. maí þegar neyðarstigi almannavarna verður aflétt. Viðbúið er að uppsöfnuð þörf fyrir skil á hjálpartækjum sé nokkur og röð eftir þjónustu gæti orðið löng. Því óskum við eftir þvi að þeir, sem hafa tök á því, bíði með að koma með hjálpartæki í skil í nokkra daga.

24.4.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Sjúkratryggingar Íslands hafa hlotið jafnlaunavottun

Sjúkratryggingar Íslands hafa hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum og hefur Jafnréttisstofa gefið stofnuninni leyfi til að nota jafnlaunamerkið. Sjúkratryggingar Íslands hafa því bæst við í hóp þeirra 182 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa vottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

29.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels um að nýta aðstöðu á Hótel Reykjavík Natura sem gistirými fyrir skilgreinda lykilstarfsmenn heilbrigðiskerfisins og Almannavarna í þeim tilvikum að þeir geta ekki dvalið heima hjá sér af hættu við smit af COVID-19.

26.3.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna

SÍ hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa. Þetta er liður í aðgerðum stofnunarinnar til að auðvelda sjúklingum aðgengi að þjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja. SÍ munu greiða sérgreinalæknum fyrir fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. símtöl og myndsímtöl, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt, m.a. að tilskilin leyfi landlæknis séu til staðar.