Fréttir frá öðrum vefsvæðum

2.12.2019 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Lokað vegna starfsdags

Símaþjónusta og móttaka Sjúkratrygginga Íslands verða með lokað frá kl.13:00 miðvikudaginn 4.desember vegna starfsdags

29.11.2019 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Nýr samningur vegna heimahjúkrunar langveikra barna

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað samning við sjö hjúkrunarfræðinga í samstarfi við Landspítalann um að veita heimahjúkrun til langveikra barna á höfuðborgarsvæðinu. Hjúkrunarfræðingarnir sem taka að sér þjónustuna störfuðu áður hjá Heilsueflingarmiðstöðinni við hjúkrun barna í heimahúsum. Landspítalinn mun leggja til teymisstjóra sem tekur við beiðnum um heimahjúkrun, forgangsraðar og setur í viðeigandi farveg.

28.11.2019 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Vegna endurgreiðslu reikninga fyrir sjúkraþjálfun

Gífurlegt magn reikninga barst til SÍ vegna sjúkraþjálfunar dagana 12. og 13. nóvember sl. Þá er ljóst að margir hafa ekki enn komið með reikninga vegna þjónustu þessa daga til stofnunarinnar.

21.11.2019 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Kaup á 25 nýjum sjúkrabílum

Í kjölfar útboðs Sjúkratrygginga Íslands er nú verið er að ganga frá samningum við Fastus um kaup á 25 sjúkrabifreiðum.  Um er að ræða bíla af tegundinni Mercedes Benz Sprinter. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílar verði afhentir ekki síðar en um miðjan september 2020. Uppsöfnuð endurnýjunarþörf var orðin töluverð þar sem síðasta útboð á sjúkrabílum var árið 2015.