Fréttir frá öðrum vefsvæðum

15.1.2021 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Nýr samningur um greiningu og endurhæfingu fyrir einstaklinga með vefjagigt

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Þraut ehf. hafa gert með sér nýjan samning um þverfaglega greiningu og endurhæfingu fyrir einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóma og hefur hann verið staðfestur af heilbrigðisráðherra. Samningurinn er til eins árs og er gerður á grundvelli fjárveitinga til verkefnisins á fjárlögum. Samningurinn byggir í grunninn á fyrri samningi milli SÍ og Þrautar, en Þraut hefur frá árinu 2011 veitt einstaklingum með vefjagigt þverfaglega heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við SÍ. 

30.12.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Vegna breytinga sem taka gildi 1. janúar 2021 á merkingu og greiðsluþátttöku S-merktra lyfja sem afgreidd hafa verið í apótekum

Með nýjum lyfjalögum sem taka gildi 1. janúar 2021 þá fellur niður S-merking lyfja. Lyf sem eru S-merkt í dag verða ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.

23.12.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Útganga Bretlands úr ESB 31. janúar 2020 en með aðlögunartímabili út árið 2020 eða til 31.12.2020

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit)

Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 31. janúar 2020 og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst eftir útgöngu tók við aðlögunartímabil en á því tímabili voru engar marktækar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands. Útgöngusamningur var gerður meðan aðlögunartímabil er og gildir því til 31.12.2020.

21.12.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborg hafa gert með sér nýjan samning um heimahjúkrun í Reykjavík til fjögurra ára. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um 2 milljörðum króna. Nýlega var gerður sérstakur viðauki við núverandi samning um rekstur öldrunarteymis sem sinnir sérhæfðri heilbrigðisþjónustu við aldraða í heimahúsum í Reykjavík.