Fréttir frá öðrum vefsvæðum

20.7.2018 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Rekstur nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði.

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir þjónustuveitenda til  reksturs nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði. Þjónustuveitandanum er ætlað að starfa skv. rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu hjúkrunarheimila, en núverandi samningur gildir til 31. desember 2020.  Nýju rýmin 60 koma í stað 59 rýma sem í dag eru í umsjá hjúkrunarheimilisins Sólvangs.

13.7.2018 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Bætt tannlæknaþjónusta við aldraða og örorkulífeyrisþega

Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á fyrirhugaðri gerð rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Samningurinn tekur til almennra tannlækninga (annarra en tannréttinga) fyrir aldraða og öryrkja sem sjúkratryggðir eru á Íslandi. Í því fellst m.a. skoðun, röntgenmyndataka, reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rótfyllingar, tannvegslækningar, úrdráttur tanna og laus tanngervi. Tannplantar og föst tanngervi eru styrkt upp að vissu marki.

9.7.2018 Tryggingastofnun - Fréttir Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna geta átt rétt á umönnunargreiðslum og eftir atvikum einnig foreldragreiðslum frá TR.