Fréttir frá öðrum vefsvæðum

10.7.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Þjónusta sérgreinalækna utan sjúkrahúsa

Sjúkratryggingar Íslands leita eftir viðræðum við lögaðila sem veita þjónustu sérgreinalækna með það að markmiði að semja um þjónustu utan sjúkrahúsa í þeim sérgreinum sem ríkið hefur ákveðið að falli undir sjúkratryggingar. 

3.7.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Afhending jafnlaunavottunarskjals

Í apríl sl. hlutu Sjúkratryggingar Íslands jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum og Jafnréttisstofa gaf stofnuninni leyfi til að nota jafnlaunamerkið. Kórónaveirufaraldurinn varð til þess að Emil B. Karlsson, úttektaraðili hjá Vottun hf. gat ekki afhent vottorð um jafnlaunavottun formlega fyrr en í gær, 1. júlí. Að baki þessari vottun liggur mikil vinna stýrihóps SÍ um jafnlaunavottun sem margir hafa komið að. Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir hjá Ráður veittu stýrihópnum ráðgjöf og stuðning í þessu verkefni. 

23.6.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ í sumar

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vilja árétta að aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ er með sama hætti og verið hefur síðustu sumur. Engar lokanir eru á legudeildum á Vogi eða í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Hefðbundnar sumarlokanir í 6 vikur eru á eftirmeðferðarstöðinni Vík og í göngudeildum SÁÁ, þó verður ákveðinni þjónustu haldið áfram óslitinni t.d. fyrir ungmennahópa. 

19.6.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Fréttatilkynning frá stjórn Sjúkratrygginga Íslands

Stjórn Sjúkratrygginga Íslands hefur sett stofnuninni langtímastefnu samkvæmt lögum og er það í fyrsta sinn sem það er gert í sögu stofnunarinnar. Stjórn fól forstjóra að vinna drög að stefnu sem byggir á afurðum þriggja vinnustofa allra starfsmanna SÍ síðastliðið haust, á stefnudrögum stjórnar og Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Þau drög voru samþykkt á fundi stjórnar í lok maí.