Fréttir frá öðrum vefsvæðum

19.11.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands í meðferðum hjá sjúkraþjálfurum sem starfa án samnings við stofnunina

Heilbrigðisráðherra hefur framlengt reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara, sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), til 31. desember n.k. Sú breyting er þó gerð að nú er skilyrði fyrir endurgreiðslu SÍ að fyrir liggi skrifleg beiðni (tilvísun) frá lækni eða sjúkraþjálfara sem starfar á heilsugæslustöð. 

9.11.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Samningur um geðheilbrigðisþjónustu við fanga framlengdur

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samkomulag um framlengingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Samningurinn var undirritaður í desember 2019 og hefur nú verið framlengdur út árið 2021.

4.11.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Þjónustuver lokað frá og með mánudeginum 5. október 2020

Vegna COVID-19 mun þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands að Vínlandsleið 16 ásamt mótttöku hjálpartækja að Vínlandsleið 6-8 loka tímabundið, lokunin tekur gildi frá og með mánudeginum 5. október 2020.

28.10.2020 Sjúkratryggingar Íslands - Icelandic Health Insurance - Fréttir Sjúkraflutningar vegna Covid 19 - endurgreiðsla kostnaðar

Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða þeim sem hafa orðið fyrir kostnaði við sjúkraflutning vegna Covid-19.

 

Teljir þú þig eiga rétt á endurgreiðslu ert þú beðin/n um að senda umsókn þess efnis í Réttindagátt - Mínar síður á www.sjukra.is. Einnig er hægt að póstsenda gögnin til Sjúkratrygginga Íslands.