Túlkaþjónusta
Rittúlkar
Hraðar hendur
Til að panta rittúlk er hægt að senda tölvupóst á netfangið mottaka@obi.is eða hringja í s. 863 4490.
Táknmálstúlkar
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra - túlkaþjónusta
Grensásvegi 9 | 108 Reykjavík | 562 7702 | shh@shh.is | Vefsíða Samskiptamiðstöðvarinnar
Miðstöðin býður upp á túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Túlkaþjónustan er opin á milli kl. 8-16 virka daga.
Túlkaþjónusta fyrir fólk af erlendum uppruna
Alþjóðasetur
Álfabakka 14 | 109 Reykjavík | 530 9300 | asetur@asetur.is | Vefsíða Alþjóðaseturs
Alþjóðasetur býður túlkun á fleiri en 50 tungumál. Túlkar starfa bæði í gegnum síma og mæta á staðinn.
Hægt er að panta túlk með því að senda tölvupóst, hringja eða í gegnum vefsíðu.
Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í neyðarsímann 651-9300.
InterCultural Iceland
Fiskislóð 81 | 101 Reykjavík | 517 9345 | ici@ici.is | Vefsíða InterCultural
InterCultural Iceland býður túlkaþjónustu á 63 tungumálum og hefur 153 túlka á skrá.
Hægt er að panta túlk með því að hringja eða senda tölvupóst á netfangið ici@ici.is
Jafnréttishús
Strandgötu 25 | 220 Hafnarfirði | 534 0107 - 534 0108 | jafn@jafn.is | Vefsíða Jafnréttishúss
Jafnréttishús býður túlkaþjónustu og leggur áherslu á málefni innflytjendakvenna.
Hægt er að panta túlk með því að hringja eða með því að senda tölvupóst á milli kl. 9 til 16.
Á kvöldin og um helgar er hægt að hringja í síma 899 2301.
Fjölmenningarsetur
Árnagötu 2-4 |400 Ísafjörður | 450 3090 | mcc@mcc.is
Er á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands og býður upp á margvíslega túlkunarþjónustu.
Ráðgjöf fyrir innflytjendur á vegum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur býður upp á ráðgjöf alla virka daga fyrir innflytjendur. Það er ráðgjöf á pólsku, ensku og íslensku og kallað er til túlka ef þörf krefur. Ráðgjafar hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband með netpósti á: immigrants@reykjavik.is
Túlkaþjónusta fyrir sjúklinga
Í lögum um réttindi sjúklinga (sjá 5. gr.) frá árinu 1997 kemur fram að sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi en talar ekki íslensku eða notar táknmál á rétt á þjónustu túlks. Heilbrigðisstarfsfólki ber að sjá til þess að sjúklingurinn fái þessa þjónustu. Túlkaþjónusta á Landsspítala.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja