Lög um almannatryggingar

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu lög um almannatryggingar, þar á meðal örorkulífeyri, örorkustyrk, tekjutryggingu, ellilífeyri og barnalífeyri.

Almannatryggingar

Lög um almannatryggingar nr. 100/2007 taka til lífeyristrygginga almannatrygginga og slysatrygginga almannatrygginga. Slysatryggingar taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýningar og íþróttakeppni, enda sé sá sem fyrir slysi verður tryggður samkvæmt ákvæðum 29. eða 30. gr. Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.

 • Þann 1. janúar 2016 tóku gildi Lög nr. 88/2015 um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 með síðari breytingum (markmið, stjórnsýsla og almenn ákvæði).

Einstakar greinar laga um almannatryggingar

17. grein III. kafla: Ellilífeyrir

Rétt til ellilífeyris eiga þeir sem eru 67 ára eða eldri og hafa verið búsettir hér á landi a.m.k. þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs.

18. grein III. kafla: Örorkulífeyrir

Rétt til örorkulífeyris eiga þeir sem eru á aldrinum 18 til 67 ára og hafa verið búsettir á Íslandi a.m.k. síðustu þrjú árin áður en umsókn er lögð fram eða í sex mánuði ef starfsorka var óskert er þeir tóku hér búsetu og eru metnir til a.m.k. 75% örorku til langframa vegna afleiðinga læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar.

19. grein III. kafla: Örorkustyrkur

Tryggingastofnun ríkisins skal veita einstaklingi á aldrinum 18–62 ára örorkustyrk að upphæð 18.184 kr. á mánuði ef örorka hans er metin a.m.k. 50% og hann uppfyllir búsetuskilyrði 1. mgr. 18. gr. Slíkan styrk skal enn fremur veita þeim sem uppfyllir skilyrði 1. málsl. þessarar málsgreinar og stundar fullt starf ef örorkan hefur í för með sér verulegan aukakostnað. Örorkustyrkurinn skerðist eftir sömu reglum og örorkulífeyrir skv. 18. gr. og um tekjur og framkvæmd tekjuútreiknings fer skv. 16. gr.

20. grein III. kafla: Barnalífeyrir

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er örorkulífeyrisþegi, hafi annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir.

21. grein III. kafla: Aldurstengd örorkuuppbót

Aldurstengd örorkuuppbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 18. gr. eða fullan örorkulífeyri skv. 34. gr. Aldurstengd örorkuuppbót greiðist einnig þeim sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

22. grein III. kafla: Tekjutrygging

Tryggingastofnun ríkisins skal greiða þeim tekjutryggingu sem fá greiddan elli-, örorku- eða slysalífeyri samkvæmt lögum þessum. Tekjutrygging greiðist einnig þeim sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

23. grein III. kafla: Frestun á töku lífeyris

Þeir sem eiga rétt á ellilífeyri skv. 17. gr. en hafa ekki lagt inn umsókn eða fengið greiddan ellilífeyri geta frestað töku lífeyris til 72 ára aldurs.

IV. kafli: Slysatryggingar

Slysatryggingar taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýningar og íþróttakeppni, enda sé sá sem fyrir slysi verður tryggður samkvæmt ákvæðum 29. eða 30. gr. Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.

Lög um Sjúkratryggingar og tengdar reglugerðir

Markmið laga nr.112/2008 um sjúkratryggingar er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hér á eftir eru nokkrar reglugerðir er tengjast sjúkratryggingum. 

Þann 2. júní 2016 var samþykkt á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum sjúkratrygginga nr. 112/2008. Um er að ræða nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu. Lögin koma til framkvæmda 1. febrúar 2017

 • Reglugerð nr.1175/2011 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
 • Reglugerð nr.333/2011 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands
  Örorkulífeyrir

Lög og reglugerðir sem varða örorkulífeyri:

Reglugerðir um fjárhæðir, frítekjumörk og útreikninga

 • Reglugerð nr. 293/2008 um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar
 • Reglugerð nr. 1225/2007 um hækkun frítekjumarka
 • Reglugerð nr. 1235/2015 um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir 2016
 • Reglugerð nr. 1230/2015 um orlofs- og desemberuppbætur til lífeyrisþega árið 2016
 • Reglugerð nr. 598/2009 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags
 • Reglugerð nr. 808/1998 um tekjutryggingu skv. lögum um almannatryggingar nr. 117/1993
 • Reglugerð nr. 661/2010 um útreikning örorkulífeyris og tekjutryggingar hjá örorkulífeyrisþegum, sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta
 • Reglugerð nr.847/2015 um breytingu á reglugerð nr. 318/2013 um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun.

Heimilisuppbót

 • Reglugerð nr. 1216/2014 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri
  Heimilt er að greiða einhleypingi, sem nýtur óskertrar tekjutryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar og er einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað, að auki heimilisuppbót. Yfirlit yfir fjárhæðir má finna hjá TR, undir fjárhæðir lífeyristrygginga - útreikningur lífeyris og tengdra bóta. Eigi viðkomandi rétt á skertri tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar skal lækka heimilisuppbótina eftir sömu reglum.

Bifreiðamál

 • Lög nr. 39/1988 um bifreiðagjald
 • Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007 , 10. gr., Bifreiðakostnaður
  Heimilt er að greiða til elli/-og örorkulífeyrisþega, örorkustyrkþega og umönnunargreiðsluþega uppbót vegna kaupa á bifreið sem bótaþega er nauðsyn að hafa vegna hreyfihömlunar ef sýnt er að bótaþegi geti ekki komist af án uppbótarinnar.
 • Reglugerð nr. 331/2000 um vörugjald af ökutækjum


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka