Lán og bætur
Hér eru upplýsingar um húsnæðislán og húsaleigubætur.
Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður veitir aukalán vegna breytinga sem þarf að gera á húsnæði vegna sérþarfa einstaklings. Nánari upplýsingar um aukalán vegna sérþarfa má finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðislán bankastofnana
Bankarnir bjóða upp á húsnæðislán og má fá nánari upplýsingar um fasteignalán bankastofnana undir Fjármál á vefsíðu okkar.
Húsnæðisbætur (húsaleigubætur)
Sveitarfélög landsins veita húsaleigubætur til tekjulágra einstaklinga.
Á vef Velferðarráðuneytisins má sjá upplýsingar um húsnæðisbætur
Einnig má þar finna Reglugerð um húsnæðisbætur nr. 1200/2016
Endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og er það gert hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Þann 1. janúar 2016 tóku í gildi lög um Húsnæðisbætur nr. 75/2016 og komu í staðin fyrir almennar húsaleigubætur. Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir gegnum heimasíðuna https://hms.is/husnaedisbaetur/husnaedisbaetur/ en þar er líka reiknivél til að reikna rétt til húsnæðisbóta eftir nýju reglunum.
Til að sækja um er smellt á mínar síður - Þar þarf svo að skrá sig inn með annaðhvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Almennar húsnæðisbætur eru greiddar fyrir allt landið í gegnum okkur en sérstaki húsnæðisstuðningurinn verður áfram á vegum sveitarfélaga.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja