Styrkir

Hér getur þú séð yfirlit yfir nokkra styrki sem eru í boði á vegum sjóða og fyrirtækja. Hér er ekki fjallað um þá styrki sem almannatryggingar veita s.s. örorkustyrki og styrki vegna bifreiðamála.

Á vefsíðunni Styrkumsóknir.is má finna fræðslu, ráðleggingar og almennar upplýsingar um sem flesta styrktarsjóði sem í boði eru fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök. Vefsíðan er rekin af Jóni Páli Hreinssyni frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og er hægt að hafa samband við hann í síma 450 3000 eða með tölvupósti á jonpall(hjá)atvest.is.

Veist þú um fleiri aðila? Láttu okkur þá endilega vita.

Aðildarfélög ÖBÍ

Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands veita ýmsa styrki, til dæmis vegna náms, rannsókna og ferðalaga.
Nánar um styrki á vegum aðildarfélaga ÖBÍ
Eins eru nokkrir sjóðir sem heyra beint undir ÖBÍ, nánar um þessa sjóði.

Áfallasjóður - Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Áfallasjóður deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli og fær enga, eða mjög litla, aðstoð annars staðar. Áhersla Rauða krossins er á að hjálpa fólki til að ná sér aftur á strik eftir ófyrirséð fjárhagslegt áfall, svo sem í tengslum við sjúkdóma og slys. Nánari upplýsingar má finna á síðu Rauða krossins

Ferðastyrkir

Hjálparsjóður Sjálfsbjargar á Akureyri

Félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs vegna ferðalaga innanlands eða erlendis vegna aukakostnaðar. Umsóknum skal skilað inn á þar til gerðum eyðublöðum og fer úthlutun fram á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember.

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar          

Veitir hreyfihömluðu fólki styrk vegna hjálparliða á ferðalögum, sjá reglur sjóðsins

Hjálpaliðasjóður Sjálfsbjargar úthlutar tvisvar sinnum ári ef fjármagn leyfir og skulu umsóknir berast fyrir 1. maí og 1. september ár hvert. Úthlutunarfé ákvarðast af vaxtatekjum sjóðsins hverju sinni. Sjóðurinn leitast við að greiða 50% af raunferðakostnaði hjálparliðans (fargjald, gisting og uppihald) en þó aldrei hærra en hámarksupphæð ákvörðuð af stjórn á hverju úthlutunartímabili. Sjálfsbjargarfélagar sem ekki hafa fengið úthlutað áður hafa forgang. Umsækjendur fá sent skriflegt svar frá sjóðnum. Styrkurinn fæst afgreiddur á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík eftir að ferð hefur verið farin, gegn framvísun á reikningum vegna hennar. Úthlutun er ætíð endurkræf ef greiðslur úr sjóðnum eru notaðar í annað en sótt var um. 

Eyðublað og reglur hjálparliðasjóðs Sjálfsbjargar má finna hér

Umsóknareyðublað sendist til:

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
Hjálparliðasjóður,
Hátúni 12,
105 Reykjavík.

Minningarsjóðir

Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar

Sjóðurinn veitir annars vegar styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga til náms og hins vegar til verkefna sem tengjast úrbótum á aðgengi fatlaðs fólks. Það er ekki fyllt út sérstakt umsóknareyðublað en í  umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám. Þeir aðilar sem eru að sækja um styrk vegna úrbóta í aðgengismálum þurfa að gefa skýringu á tilgangi verkefnisins, hvernig það er framkvæmt, á hvaða hátt það nýtist í framtíðinni og gera kostnaðaráætlun.

Ávallt er best að hafa greinargóðar lýsingar á aðstæðum. Umsóknir skulu sendast til mottaka(hjá)sjalfsbjorg.is eða með bréfi í pósti til Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar, Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Séu aðrar fyrirspurnir er best að hafa samband við Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur (harpa(hjá)adgengi.is) sem er stjórnarmaður sjóðsins. Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins

Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd hefur veitt fermingarstyrki á hverju vori og einnig styrki til barna til dvalar í sumarbúðum og vegna þátttöku í leikjanámskeiðum. Nánar um styrki Mæðrastyrksnefndar

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar

var stofnaður 19.april 2012 og er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar.

Náms- og rannsóknarstyrkir

Hjálparsjóður Sjálfsbjargar á Akureyri

Félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs vegna háskólanáms. Umsóknum skal skilað inn á þar til gerðum eyðublöðum og fer úthlutun fram á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember.

Menntun í lýðháskólum

Hægt er að fá styrki vegna menntunar í Lýðháskólum á Norðurlöndunum, nánar um styrki vegna Lýðháskóla.
Einnig veitir UMFÍ styrki til náms í lýðháskólum.

Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar

Sjóðurinn veitir styrki til náms og til úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks. Umsækjendur þurfa að vera hreyfihamlaðir. Ekki þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað en í  umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám og gott er að greinargóðar lýsingar á stöðu einstaklingsins fylgi með. Umsóknir skulu sendast til mottaka(hjá)sjalfsbjorg.is eða með bréfi í pósti. Utanáskriftin er: Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Séu aðrar fyrirspurnir er best að hafa samband við Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur (harpa(hjá)adgengi.is) sem er stjórnarmaður sjóðsins. Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins.

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur             

Veittur er styrkur vegna náms öryrkja, nánar um Námssjóð Sigríðar Jónsdóttur

Námsstyrkir "Þú getur"

Einstaklingar sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða geta sótt um námsstyrk til "Þú getur". Umsóknir þurfa ekki að berast á sérstöku umsóknareyðublaði en tekið er fram á vef "Þú getur" hvað þarf að standa í umsókninni og hvert skal senda umsóknina.

Promennt

Promennt í samstarfi við valinkunn fyrirtæki hóf veitingu námsstyrkja á vorönn 2014. Sjá nánar á heimasíðu Promennt.

Rannsóknarsjóður Odds Ólafssonar              

Veittur er styrkur vegna rannsókna sem tengjast fötluðu fólki, nánar um Námssjóð Odds Ólafssonar

Styrkir sveitarfélaga

Sveitarfélögunum er heimilt, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, að veita fötluðu fólki styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Sjá nánar í leiðbeinandi reglugerð um þessa styrki.

Þorbjargarsjóður

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtarfólk, sérstaklega ungt fólk með gigt. Sjá nánar á heimasíðu Gigtarfélagsins

Ýmsir styrkir og lán til námsmanna

Á vefsíðu Ísland.is er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um styrki til handa námsmönnum.

Á heimasíðu mennta- og menningamálaráðuneytis er yfirlit yfir styrki og sjóði á þeirra vegum, s.s. styrki til náms í öðrum löndum.

Bankarnir veita oft námsmönnum, sem eru viðskiptavinir, námsstyrki.

Styrkir fyrir nemendur í Háskóla Íslands

Stúdentar sem stunda nám í Háskóla Íslands geta sótt um styrki í nokkra sjóði. Á vef Háskóla Íslands eru nánari upplýsingar um styrki sem eru í boði.

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

veitir styrki til nýnema sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun úr sjóðnum er einkum tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er tekið tillit til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum.

Stúdentasjóður Stúdentaráðs Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda með sértæka námsörðugleika og sem hafa farið í greiningu vegna sértækra námsörðugleika og vegna athyglisbrests með eða án ofvirkni (ADHD). Sækja þarf um styrk innan árs frá því að niðurstöður úr greiningu liggja fyrir. Styrkþegi þarf að skila afriti af niðurstöðu greiningar um sértæka námsörðugleika og upplýsingum um hver framkvæmdi hana ásamt afriti af reikningi vegna greiningar. Einnig skal fylgja með stuttur texti sem inniheldur rökstuðning fyrir þörf á styrknum ásamt símanúmeri, netfangi og bankaupplýsingum.
Nánari upplýsingar um lög sjóðsins má finna á heimasíðu Háskóla Íslands undir styrkir og sjóðir. Styrkveiting er að jafnaði einu sinni á ári og þurfa umsóknir að berast skrifstofu Stúdentaráðs HÍ á Háskólatorgi (3. hæð Háskólatorgs, beint fyrir ofan Bóksöluna). Nánari upplýsingar um sjóðinn má fá hjá  skrifstofu Stúdentaráðs (shi(hjá)hi.is / 570-0852) eða hjá Náms- og starfsráðgjöf (radgjof(hjá)hi.is).

Hrafnkelssjóður er minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar og er úthlutað annað hvert ár á afmælisdegi Hrafnkels, þann 13. ágúst. Veittur er styrkur til umsækjanda sem hefur lokið íslensku stúdentsprófi og hyggst fara í meistaranám eða doktorsnám í erlendum háskóla.

Fulbright námsstyrkir

Fulbright stofnunin eflir samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna. Margvíslegir styrkir eru í boði fyrir háskólanema og jafnvel menntaskólanema. Sjá nánar á heimasíðu Fulbright. 

Google Europe Scholarship for Students with Disabilities in Computer science

Google skólastyrkir fyrir fatlaða nemendur í Tölvunarfræði. Google hefur sett sér það markmið að aðstoða frumkvöðla framtíðarinnar og veitir styrki til fatlaðra nemenda í Tölvunarfræði. Nánari upplýsingar fyrir skólaárið 2015 - 2016.

Fyrirtækjastyrkir og félagastyrkir  

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir veita styrki. Hér fyrir neðan eru nokkur þeirra. Við þiggjum gjarnan ábendingar um aðila sem veita styrki sem geta nýst fötluðu fólki.

Alco Fjarðarál, styrktarsjóður

Fyrirtækið leggur sitt af mörkum til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál hefur tekið þátt í samvinnuverkefnum með öðrum fyrirtækjum og opinberum aðilum og veitt fjárstyrki til ýmissa verkefna.

Hægt er að sækja um styrk allt að einni milljón króna hjá Alcoa Fjarðaráli. Stuðningur er einingus veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið- Austurlandi. Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, stjórnmálaflokka, trúfélaga eða til almennan reksturs félaga. Þeir málaflokkar sem eru styrktir eru:

  • Umhverfismál og náttúruvernd.
  • Öryggis- og heilbrigðismál.
  • Menntun og fræðsla.
  • Menning, tómstundir og félagsstörf.

Umsóknir þurfa að berast annað hvort fyrir 10. Mars eða 10. September. Sjá nánari uppýsingar á Alcoa Fjarðarál

Pokasjóður verslunarinnar 

Umsóknum er skipt í 4. Flokka: Umhverfismál, menning og listir, íþróttir og útivist, mánnúðarmál (heilbrigðismál).

Með umsókn þarf að fyglja ítarleg lýsing á verkefninu, framkvæmdaráætlun, kostnaðaráæltun og hvernig fjárstryknum verður varið ef til úthlutunar kemur. Sjá nánar upplýsingar um umsóknir inn á vefsíðu Pókasjóðs

Breyttar áherslur er á úthlutun styrkja þar sem fjármunir fara m.a. í tækjakaup fyrir sjúkrastofnanir landsins. Pokasjóður auglýsir ekki eftir umsóknum um styrki en bent er á að einstaklingar eða hópar sem hafa góðar hugmyndir um verkefni er frjálst að fylla út umsóknarblað sem er á heimasíðu sjóðsins.


Sorpa 

Sorpa veitir styrki sem byggja á ágóða af nytjamarkaði þeirra, Góða hirðinum. Nánari upplýsingar um styrk frá Sorpu.

Vildarbörn

Icelandair veitir styrki til ferðalaga fyrir veik börn og fjölskyldur þeirra. Úthlutað er styrkjum tvisvar sinnum á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Nánar um Vildarbörn og umsókn um styrk Vildarbarna.

Olíufélagið Skeljungur

veitir styrki til samfélagslegra málefna og er hægt að nálgast upplýsingar um hann á heimasíðu þeirra.

Íslandsbanki

Bankinn veitir styrki til íþrótta- og menningastarfs. Nánar um styrki Íslandsbanka

Landsbankinn

Árlega eru fimm tegundir styrkja veittar; afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir.

Samfélagssjóður Valitor

Hlutverk sjóðsins er að styðja magvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Umsóknarfrestur er til 1. apríl ár hvert. Nánari upplýsingar um Samfélagssjóð.

Rio Tinto Alcan á Íslandi

Alcan veitir styrki til samfélagslegra málefna þrisvar á ári. Reglur sjóðsins má finna hér. Nánar um Samfélagssjóð Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni

Hjálparsjóður Sjálfbjargar á Akureyri og nágrenni styrkir félagsmenn sína til:

  • háskólanáms
  • aðlögunar á umhverfi og tækjakaupa vegna atvinnu, náms, tómstunda eða til boðskipta
  • ferðalaga innanlands eða erlendis vegna aukakostnaðar
  • annarra þeirra verkefna sem stjórn sjóðsins metur hæf svo sem nýsköpunar- og sprotaverkefna

Styrkir og sjóðir á vegum ráðuneyta

Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytið


  • Framkvædasjóður ferðamannastaða heyrir undir Ferðamálastofu. Stjórn sjóðsins er skipað af iðnaðar-og viðskitaparáðherra. Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Úthlutað var 175 millónum króna úr sjóðnum fyrir 2015. Hér má upplýsingar fyrir umsóknir og inn á iðnaðar- og viðskiptarmál

Velferðarráðuneytið


Aðrir styrkir

Neyðarsjóður Krafts

Félagsmenn Krafts á aldrinum 18 - 45 ára geta sótt um í sjóðinn. Skilyrði er að viðkomandi hafi greinst með krabbamein. Veittur er styrkur fyrir læknis- og lyfjakostnaði. Nánari upplýsingar í síma 866-9600 eða með tölvupósti á netfangið kraftur(hjá)kraftur.org
Umsóknareyðublað

Útfararstyrkur

Engir sérstakir styrkir eru til fyrir öryrkja vegna útfarar.

Hafi viðkomandi verið félagsmaður í stéttarfélagi skal kanna rétt á útfararstyrk hjá stéttarfélaginu. Athugið að reglurnar eru mismunandi hjá stéttarfélögunum.

Ef ljóst er að dánarbú viðkomandi stendur ekki undir kostnaði geta aðstandendur sótt um útfararstyrk í því sveitarfélagi sem viðkomandi bjó í. Það þarf þá staðfestingu sýslumanns á eignarlausu búi. Best er að hafa samband við viðkomandi félagsþjónustu til að fá nánari upplýsingar um hvernig sótt er um styrk og hvaða gagna þarf að afla. 

Á vef velferðarráðuneytisins eru reglur sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka