Lán
Því miður virðast engin sérstök hagstæð lán vera á markaðnum fyrir fatlað fólk en þó býður Íbúðalánasjóður aukalán vegna sérþarfa, sjá hér fyrir neðan auk upplýsinga um almenn lán.
Til að fá upplýsingar um mögulegar leiðir út úr fjárhagsvanda, höfum við sérstakan kafla um það málefni.
Fasteignalán
Íbúðalánasjóður
Upplýsingar um lán Íbúðalánasjóðs til íbúðarkaupa.
Sérþarfalán Íbúðalánasjóðs
Íbúðalánasjóður býður upp á svokallað "sérþarfalán" eða Aukalán vegnas sérþarfa. Þetta lán er ætlað til að koma til viðbótar almennum lánum frá Íbúðalánasjóði eða öðrum lánastofnunum. Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán vegna sérþarfa til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði vegna sérþarfa sinna eða til að kaupa eða byggja húsnæði sem hentar og er þess vegna dýrara en ella. Forsvarsmenn fólks í þessum hópi geta einnig fengið sérþarfalán.
Nánari upplýsingar um sérþarfalán íbúðalánasjóðs (neðarlega á síðu).
Arion banki
Upplýsingar um lán hjá Arion banka.
Íslandsbanki
Upplýsingar um húsnæðislán Íslandsbanka.
Landsbankinn
Upplýsingar um fasteignalán Landsbankans.
Sparisjóðurinn
Upplýsingar um íbúðalán Sparisjóðsins.
Almenn lán
Arionbanki
Upplýsingar um lán Arion banka til einstaklinga.
Íslandsbanki
Upplýsingar um lán Íslandsbanka til einstaklinga.
Landsbankinn
Upplýsingar um lán Landsbankans til einstaklinga.
Kvika
Upplýsingar um lán MP banka til einstaklinga.
Sparisjóðurinn
Upplýsingar um lán Sparisjóðsins til einstaklinga.
Námslán
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) lánar fyrir skólagjöldum og uppihaldi námsmanna.
Hægt er að reikna út hve möguleg lánsupphæð verður á reiknivél LÍN og einnig hvernig afborganir verða.
Greiðendur námslána geta sótt um undanþágur frá afborgun vegna verulegra fjárhagsörðugleika eða skyndilegra og verulegra breytinga á sínum högum t.d. vegna veikinda.
Bílalán
Allir bankarnir bjóða uppá eitthvert form af sérstökum bílalánum. Þá eru sérstök fjármögnunarfyrirtæki sem bjóða uppá lánafyrirgreiðslu og má framkvæma lánafyrirgreiðsluna rafrænt á öllum stærri bílasölum og fá þar tilteknar leiðbeiningar einnig.
Ergo bílalán
Íslandsbanki
Upplýsingar um bílalán Íslandsbanka
Landsbankinn
Upplýsingar um bílalán Landsbankans.
Lykill bílafjármögnun
Upplýsingar um bílalán hjá Lykli.
Lífeyrissjóðslán
Þegar einstaklingar eru að huga að lántöku eins og til fasteignakaupa er sjálfsagt að athuga hvaða réttindi þeir eiga varðandi lán hjá sínum lífeyrissjóði, en lífeyrissjóðirnir hafa yfirleitt boðið sjóðsfélögum sínum lægri vexti en bankar (ath. ekki allir lífeyrissjóðir eru með lánveitingar til sjóðsfélaga). Sjá upplýsingar hér um alla lífeyrissjóði landsins.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.