Tryggingastofnun ríkisins (TR)

Hlutverk TR er í meginatriðum að framfylgja lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð

TR veitir einstaklingum sem ekki geta unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu aðstoð á borð við örorkulífeyri, styrki vegna bifreiðakaupa og aðrar tengdar greiðslur. Afgreiðslutími Tryggingastofnunar er frá kl. 9:00 til 15:00, sími 560 4400. Sjá nánar á vefsíðu TR.

Sækja skal um allar bætur frá Tryggingastofnun og skulu allar umsóknir vera undirritaðar af umsækjanda sjálfum, forsjáraðila er þó heimilt að undirrita umsókn um örorkulífeyri áður en umsækjandi verður 18 ára. Sjá nánari leiðbeiningar við meðferð umsókna hjá Tryggingastofnun.

Undir liðnum Örorkulífeyrir hér til vinstri hafa verið teknar saman helstu upplýsingar á vef TR um örorkulífeyri.

Afgreiðslutími umsókna sem berast Tryggingastofnun er misjafn eftir því hvað sótt er um.

Útibú á landsbyggðinni

Hér er yfirlit yfir umboðsaðila TR og Sjúkratrygginga á landsbyggðinni.

Velja þarf landshluta ofarlega á síðunni og þá birtist listi yfir alla umboðsmenn þess svæðis. Umboðsmenn TR og Sjúkratrygginga eru flestir staddir í húsnæði sýslumanna landsins.Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.


Til baka