"Sneak peek" (kíkt'í pakkann)

Halló kæru vinir!

Við vildum leyfa ykkur að gægjast í drög að viðburða-og fræðsludagskrá næsta vetrar sem við erum að vinna að :) Athugið að þetta er með fyrirvara um breytingar. Endilega sendið okkur fleiri hugmyndir, það er alltaf hægt að bæta við og breyta.

Ágúst/Sept.:

 • Námskeið í hjólastólafærni

September:

 • Markþjálfun heldur áfram
 • Fræðsla og fjör í Reykjadal, 18.-20. sept. Námskeið fyrir hreyfihamlaða, 13-17 ára, skráning í gangi hjá reykjadalur(hjá)slf.is
 • Kynning á íþróttum og útivist frá Íþróttasambandi fatlaðra

Október:

 • Námskeið í skyndihjálp fyrir hreyfihamlaða

Nóvember:

 • Fyrirlestur um jóga fyrir alla

Desember:

 • Jólastemning

Janúar:

 • Námskeið í markmiðasetningu

Febrúar:

 • Kynning frá Vinnumálastofnun

Mars:

 • Kynning á bílastyrkjum og bílahjálpartækjum

Apríl:

 • Kynning á íþróttum og útivist frá Íþróttasambandi fatlaðra

Júní:

 • 4 ára afmæli Þekkingarmiðstöðvarinnar

 

Eins og þið sjáið er skemmtilegur vetur framundan. Fleiri fyrirlestrar verða sendir í loftið og svo finnum við örugglega upp á einhverju nýju og skemmtilegu með ykkur :)

Við hlökkum til að heyra ykkar hugmyndir. Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust.

Sumarkveðja,

ráðgjafar Þekkingarmiðstöðvarinnar.


Til baka