10.6.15  Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar  6. tölublað 3. árgangur

Heil og sæl,

Á mánudaginn var (8. júní) fagnaði Þekkingarmiðstöðin 3ja ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins héldum við afmælisteiti og var opið hús hjá okkur frá 13 - 15. Það gladdi okkur ótrúlega mikið að sjá hve margir komu og samglöddust okkur, en um 80 manns kíktu við. Takk fyrir komuna kæru vinir.

Ráðgjafinn ráðagóðiMyndir úr afmælisteiti Þekkingarmiðstöðvarinnar

Hér má sjá nokkrar svipmyndir úr afmælisteitinu.


Myndasyrpa 3 ára afmæli       fleiri myndir úr afmælinu

Fræðsla og fjör í Reykjadal

Við minnum á að skráningarfrestur á námskeiðið Fræðsla og fjör í Reykjadal, sem er ætlað 13 – 17 ára hreyfihömluðum unglingum, er til 15. júní nk. Skráning fer fram á netfangið reykjadalur(hjá) slf.is  Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu okkar http://www.thekkingarmidstod.is/fjolmidlatorg/vidburdadagatal/nr/570


Fyrirlestrar

Fyrirlestrarnir okkar eru komnir í sumarfrí í bili. Við hlökkum til að halda áfram að setja í loftið fleiri spennandi fyrirlestra. Í ágúst ætlum við að deila reynslu söngkonu sem er með milliríkjasambönd. Þangað til getið þið horft og hlustað á hina fyrirlestrana á heimasíðu okkar http://www.thekkingarmidstod.is/fraedsla-ths/fyrirlestrar-ths/


Sumarlokun

Við minnum á að það verður lokað hjá okkur frá og með 13. júlí til og með 7. ágúst. Þá ætlar starfsfólk að sleikja sólina, borða fullt af ís og slappa af. Komum endurnærðar til vinnu þann 10. ágúst. 
Maður og spurningamerki

Vissir þú að.... 

  • Við höfum tekið saman helstu upplýsingar sem gætu gagnast erlendum ferðamönnum og þýtt þær yfir á ensku? Upplýsingarnar má finna á vefnum http://www.thekkingarmidstod.is/adgengi/accessible-tourism-in-iceland/
Til baka