13.5.15 Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 5. tölublað 3. árgangur

Heil og sæl,

Það er alltaf mikið um að vera hjá okkur í Þekkingarmiðstöðinni. Markþjálfuninni, sem hefur verið í gangi frá því í febrúar, fer senn að ljúka. Við auglýstum eftir fleiri ráðgjöfum í teymið okkar og fór fjöldi umsókna fram úr okkar björtustu vonum og þökkum við kærlega fyrir áhugann. Nýir ráðgjafar munu því bætast við hópinn á næstu mánuðum. Svo erum við að byrja að leggja drög að haustinu, námskeiðum og fleiru sem við munum bjóða uppá.

Ráðgjafinn ráðagóði.


Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

María og Vala á vorráðstefnu GRRVeggspjald fræðsla og fjör í reykjadal

María, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar og Vala, verkefnastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, voru með kynningu á vorráðstefnu Greiningar-og ráðgjafarstöðvar ríkisins þann 7. maí sl. Þær kynntu námskeið sem Þekkingarmiðstöðin, í samvinnu við Reykjadal og Greiningarstöðina, munu halda þann 18. - 20. september nk.  Námskeiðið er fyrir 13 - 17 ára hreyfihamlaða unglinga sem vilja styrkja sig og efla trú á eigin getu, sem sagt fræðsla og fjör í Reykjadal. Skráningarfrestur er til 15. júní nk. og fer skráning fram í gegnum netfangið reykjadalur(hja)slf.is Nánari upplýsingar gefur María, ráðgjafi Þekkingarmiðstöðvarinnar, í síma 5500118.
FyrirlestrarnirArna Sigríður Albertsdóttir

Nú er komið að því að næsti fyrirlestur fari í loftið hjá okkur.  Að þessu sinni er það Arna Sigríður Albertsdóttir sem deilir reynslu sinni af hreyfingu og íþróttaiðkun eftir mænuskaða. Sú nýbreytni er að fyrirlestrarnir verða héðan í frá textaðir, því þannig munu fleiri njóta þeirra.
Terta með 3 kertum áÞekkingarmiðstöðin 3 ára

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar fagnar þriggja ára afmæli sínu með opnu húsi mánudaginn 8. júní n.k. Bjóðum alla hjartanlega velkomna í heimsókn til okkar þann dag sem og aðra daga. Dagskráin verður auglýst þegar nær dregur.fólk í bíl á leið í sumarfríSumarlokun

Það verður lokað hjá okkur í Þekkingarmiðstöðinni frá og með 13. júlí til og með 7. ágúst  vegna sumarleyfa starfsfólks. Ráðgjafarnir opna úthvíldir og sprækir mánudaginn 10. ágúst.
Maður og spurningamerki
Vissir þú að...

 


Til baka