22.4.15  Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 4. tölublað 3. árgangur

Heil og sæl, Gleðilegt sumar - bleikt blóm

Það er aldeilis hvað tíminn líður, páskarnir liðnir og sumarið að koma (alla vega miðað við dagatalið). Þó veturinn hafi verið kaldur og harður þá hefur það yljað okkur að heyra frá ykkur. Kærar þakkir fyrir að leita til okkar, fyrir að líka við okkur á facebook og fyrir hrósin sem þið hafið gefið okkur. Gleðilegt sumar.

Ráðgjafinn ráðagóði


Myndbrot úr starfi Þekkingarmiðstöðvarinnar

Við höfum sett inn á vefinn okkar nokkur stutt myndbönd frá fyrirlestrinum „Útivist fatlaðs fólks - möguleikar og tækifæri“ sem Þekkingarmiðstöðin stóð fyrir þann 16.febrúar sl. Beth Fox frá National Sports Center for the Disabled kynnti útivistarmöguleika fatlaðs fólks og sagði frá því hvaða áhrif útivist getur haft.  Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasambandi fatlaðra kynnti stöðuna hér á landi í útivistarmálum fatlaðs fólks. Hér kemur slóðin á myndbrotin http://www.thekkingarmidstod.is/fraedsla-ths/myndbond-ths/


Katrín eignaðist dóttur og við leitum að góðu fólki Hendur halda utan um barnafætur

Katrín ráðgjafi okkar eignaðist fallega dóttur í mars síðastliðinn. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með stúlkuna.

samvinna, púsluspilEftir að Katrín fór frá okkur erum við fáliðuð hér á Þekkingarmiðstöðinni og vantar okkur fleiri í starfsmannahópinn. Við höfum auglýst eftir starfsfólki og ef þú telur að þú, eða einhver sem þú þekkir, gæti smellpassað inn í ráðgjafahópinn okkar þá skaltu endilega skoða auglýsinguna http://www.thekkingarmidstod.is/frettabref/greinar/nr/553 frá okkur og sækja um.
Thailand og Kambodía 

Við vorum svo heppin að fá þá Hallgrím Eymundsson og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson til að segja frá því hvernig þeim gekk að ferðast um Thailand og Kambodiu en báðir notast þeir við rafknúna hjólastóla. Fyrirlestur þeirra um ferðalagið var haldinn fimmtudaginn 16. apríl sl. Halli og RúnarFólk á fyrirlestri um Asíu
Maður og spurningamerkiVissir þú að ....... 


  

Til baka