Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 3. tölublað 3. árgangur

Heil og sæl,

Það var góð mæting þrátt fyrir leiðindaveður þegar hún Beth Fox hélt fyrirlestur hjá okkur um möguleika fatlaðs fólks til útivistar. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasambandi fatlaðra talaði um aðstæður á Íslandi til útivistar.

Markþjálfunin er enn í fullum gangi og nú höfum við prófað að nýta tæknina og bjóða uppá markþjálfun með Þyri Ástu gegnum Skype fyrir fólk á landsbyggðinni og kom það vel út.

Ráðgjafinn ráðagóði
Beth Fox og Guðný Bachmann, ráðgjafi hjá ÞS


Fyrirlestrar ÞS

Frá upphafi hafa markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar verið að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Með þessi markmið í huga hóf Þekkingarmiðstöðin upptökur af fyrirlestrum þar sem einstaklingar koma og ræða um ýmis málefni út frá sinni upplifun og reynslu. Hugsunin með þessum fyrirlestrum er fyrst og fremst að fræða og upplýsa aðra, en ekki síður að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt. Fyrirlestrana má finna á vef ÞS. Nýlega fór fjórði fyrirlesturinn í loftið en það er Þorkell Sigurlaugsson sem fjallar um þátttöku í lífinu.              


Videoblogg

Við hjá Þekkingarmiðstöðinni vorum að gera okkar fyrsta videoblogg en það eru stutt myndbönd þar sem við fræðumst um ýmis mál. Í fyrsta videoblogginu útskýrðum við hvernig sótt er um  lækkun á skattstofni.     


Nýtt á síðunni

Við erum alltaf að bæta við nýjum upplýsingum á vefinn okkar, en með því nýjasta er þetta:

  • Ferðalög erlendis - Asía. Við fengum upplýsingar frá notanda rafknúins hjólastóls um ferðalag hans til Tælands.
  • Innkaupakerrur sem hægt er að festa við hjólastóla – Við útbjuggum lista yfir verslanir sem við vitum að hafa slíkar innkaupakerrur. Ef þið hafið ábendingar til okkar um fleiri verslanir eða hvað sem ykkur dettur í hug hvetjum við ykkur til að hafa samband 


Vissir þú að... 


Athugið! Ráðgjafar Þekkingarmiðstöðvarinnar fara í páskafrí kl.15.00 þann 1.apríl en við opnum aftur þann 7.apríl kl.10.00.


Til baka