Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 2. tölublað 3. árgangur

Heil og sæl,

Gaman er að segja frá því að viðtökur hafa verið mjög góðar við Markþjálfuninni og þó nokkrir nýtt sér þetta einstaka tilboð. Ef þig langar að prófa sendu okkur línu eða hringdu og athugaðu hvort við eigum tíma fyrir þig. 
Nú fer senn að líða að því að hún Katrín okkar hætti, og þökkum við henni kærlega fyrir frábært samstarf og óskum henni góðs gengis í nýjum og krefjandi verkefnum. 
Að lokum  vonumst við til að sjá þig á mánudaginn á fyrirlestri Beth og Önnu Karólínu, margt spennandi þar á ferð.

Góða helgi,
Ráðgjafinn ráðagóði


Markþjálfun fyrir hreyfihamlaða

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir markþjálfi og Þekkingarmiðstöðin taka höndum saman og bjóða hreyfihömluðu fólki upp á ókeypis markþjálfun nú í febrúar. Markþjálfun er eitt það öflugasta sem völ er á til að ná tökum á því sem þig langar til að gera. Markþjálfun byggir á reglubundnum samtölum þar sem markþjálfinn notar opnar spurningar og virka hlustun til að aðstoða einstaklinginn við að finna áhugasvið sitt, setja sér markmið og uppgötva og efla styrkleika sína. Þó nokkrir hafa nýtt sér tilboðið og er mikil ánægja með Þyri og markþjálfunina. Á DÖFINNI
Útivist fatlaðs fólks - möguleikar og tækifæri

Guðný og Beth

Við minnum á frábæran fyrirlestur sem haldinn verður á mánudaginn 16. febrúar í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í Hátúni 12 (sunnanmegin). Hin bandaríska Beth Fox frá National Sports Center for the Disabled heldur fyrirlestur um útivistarmöguleika fatlaðs fólks. Hún hefur komið oft til Íslands og haldið námskeið fyrir fatlað fólk og skíðakennara. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hjá ÍF kemur einnig og kynnir möguleikana hér á landi. Fyrirlesturinn er endurgjaldslaus,  skráning stendur yfir. Nánari upplýsingar hér.

Skíðakennarar á Hjálpartækjasýngunni 2013. Guðný Bachmann ráðgjafi Þekkingarmiðstöðvarinnar og Beth Fox frá NSCD, Bandaríkjunum.
Námskeið í Reykjadal

Þær María og Katrín hafa sett saman námskeið fyrir hreyfihamlaða unglinga, sem viljastyrkja sig og efla trú sína á eigin getu, í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Reykjadal. Ný dagssetning hefur verið fundin fyrir námskeiðið og verður það haldið 18. – 20. september. Áhugasamir hafi samband við Þekkingarmiðstöðina. 

 

María og Katrín

María og Katrín


Önnum
k
afnir
ráðgjafar
Nýtt á síðunni

Fleiri myndbönd hafa verið sett inn á vefinn undir flipanum Fræðsla, skoða nánar hér. Ef þú sérð einhver staðar gott og áhugavert myndband, endilega láttu okkur vita því við söfnum og miðlum upplýsingum og viljum gera vefinn okkar sem öflugastann.

 

Vissir þú að...

Til baka