Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 7. tölublað 2. árgangur

Heil og sæl

Nú fer senn að líða að jólum og nýju ári, og verður þetta því síðasta fréttabréfið sem sent verður út árið 2014. Ýmislegt hefur verið í gangi hjá Þekkingarmiðstöðinni á árinu sem er að líða og má þá nefna; jafningjafræðsla í fyrirlestraformi á netinu, ýmis námskeið, fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks, ýmsir fyrirlestrar og svo mætti áfram telja. Árið 2015 verður ekki síðra þannig að fylgist með.

                                                                                                                Ráðgjafinn ráðagóði



Jafningjafræðsla í formi fyrirlestra

Eitt af því sem Þekkingarmiðstöðin er hvað stoltust af er jafningjafræðslan sem fór í gang á árinu sem er að líða. Frá upphafi hefur Þekkingarmiðstöðin stefnt að því að bjóða upp á jafningjafræðslu, og þann 15.september sl. fór fyrsti fyrirlesturinn í loftið, það er á vefinn okkar. Þorbera Fjölnisdóttir fjallar þar um fötlun og foreldrahlutverkið, m.a. um þá mikilvægu ákvörðun að eignast börn. Þann 11.nóvember sl. fór síðan annar fyrirlesturinn í loftið, þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir ræðir um reynslu sína af því að byggja upp nýja sjálfsmynd eftir slys. Góð viðbrögð hafa ekki látið á sér standa. Ef þú hefur ekki nú þegar séð fyrirlestrana smelltu þá hér til að kíkja á þá http://www.thekkingarmidstod.is/fraedsla-ths/fyrirlestrar-ths/

Fleiri  fyrirlestrar um alls konar málefni tengt hreyfihömlun eiga eftir að fylgja í kjölfarið á nýju ári og verða þeir auglýstir sérstaklega þegar þeir fara í loftið. Vilt þú deila þinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um málefni sem snerta alla hreyfihamlaða á einhvern hátt? Endilega hafðu þá samband við okkur.



Gjafabréf 3Gefðu tíma þinn-Jólagjafabréf

Frábærar gjafir þurfa ekki að kosta mikið. Ef þú vilt gefa eitthvað dýrmætt, gefðu þá persónulegt gjafakort þar sem þú velur hvernig þú vilt gefa tíma þinn. Á heimasíðu okkar  http://www.thekkingarmidstod.is/tomstundir/jolagjafabref/ getur þú fundið 5 mismunandi útgáfur af fallegum gjafabréfum í prentvænum útgáfum, ásamt nokkrum hugmyndum að því hvernig þú getur gefið tíma þinn.


                                                                                    

Jólalokun

Á milli jóla og nýárs, eða 29.og 30.desember, verður lokað hjá okkur, en við viljum minna ykkur á að alltaf er hægt að leita sér upplýsinga á heimasíðu okkar www.thekkingarmidstod.is . Sjáumst síðan hress þann 2.janúar 2015.


                                     


                                                                       

Vissir þú að...

 




Að lokum...








Til baka