Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 6. tölublað 2. árgangur

Heil og sæl

Ýmislegt hefur verið í gangi hjá Þekkingarmiðstöðinni frá því að síðasta fréttabréf kom út. Í byrjun október breyttum við opnunartímanum og nú er opið virka daga frá kl.10-15.


Það var starfsdagur hér þann 29.október og lokuðum við því þann dag. Jóhanna Magnúsdóttir fræddi okkur á skemmtilegan hátt  um meðvirkni, hægt er að lesa sér til um meðvirkni og margt fleira á heimasíðu hennar http://johannamagnusdottir.com/ 
Þegar búið var að næra andann settust starfsmenn Sjálfbjargarheimilisins að snæðingi og áttu saman góða stund yfir hádegisverðinum.

Ráðgjafinn ráðagóði

 

Góður gestur

Helga Baldvins-og Bjargardóttir, þroskaþjálfi og lögfræðingur og starfsmaður Stígamóta kom í heimsókn, hún sinnir sérstaklega fötluðu fólki sem þangað leitar. Helga ræddi m.a við okkur um kynferðisofbeldi og fötlunartengt eða umönnunartengt ofbeldi.

 

Starfsmenn fræða og fræðast

Guðný hélt fyrirlestur um útivist fatlaðs fólks fyrir nema í Tómstundafræðum við Háskóla Íslands. . Fannst öllum áhugavert að sjá og heyra að hreyfihamlað fólk getur gert hvað sem það vill þegar kemur að útivist. Við trúum því að sáð hafi verið fræjum sem skilar sér að í framtíðinni verði hugsað um þarfir fatlaðra einstaklinga þegar kemur að tómstundastarfi.

Katrín Björk, sat ráðstefnuna Geðheilsa og vellíðan barna og unglinga: Stefna og framtíðarsýn á Norðurlöndum, fjallað var um hvernig má nýta norrænt samstarf og sérþekkingu til eflingar á geðræktarstarfi og forvörnum á sviði geðheilsu.  Virkilega áhugaverð ráðstefna.


Jafningjafræðsla í formi fyrirlestra

Nú  styttist í að annar fyrirlestur Þekkingarmiðstöðvarinnar fari í loftið og hvetjum við ykkur til að fylgjast með á heimasíðunni http://www.thekkingarmidstod.is/ eða https://www.facebook.com/thekkingarmidstod þann 11.11. nk.

Fleiri fyrirlestrar koma á næstu mánuðum þar sem hreyfihamlað fólk deilir reynslu sinni. Vilt þú deila þinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um málefni sem snerta alla hreyfihamlaða á einhvern hátt? Endilega hafðu þá samband við okkur.

 

Markmiðanámskeið

Þekkingarmiðstöðin bauð upp á námskeið í markmiðasetningu í október, sem Katrín Björk, sálfræðingur og starfsmaður Þekkingarmiðstöðvar hélt.  Á námskeiðunum var farið yfir helstu atriðin í markmiðasetningu, m.a. hvernig hægt er að setja sér gott markmið og unnið markvisst að því að ná því. Námskeiðin gengu mjög vel og virtust þátttakendur ánægðir með útkomuna. Ef þú hefur áhuga á að koma á námskeið í markmiðasetningu, endilega hafðu samband og fleiri námskeið verða í boði ef þátttaka næst.

 

Á döfinni: „Heimilið“ nýr flokkur á vefsíðunni

Nú erum við byrjuð á nýjum kafla um heimilið á vefnum okkar.  Við leitum við til þín með hugmyndir að efni. Hvaða upplýsingar vilt þú sjá?  Eru einhver ráð sem þú vilt  deila með okkur?  Þín reynsla gæti nýst öðrum. Endilega hafðu samband við okkur ef þú vilt deila þinni reynslu.


Vissir þú að...

·        Hér eru gagnlegar upplýsingar um hjálpartæki

http://www.thekkingarmidstod.is/velferd/hjalpartaeki 

·        Þín reynsla skiptir máli – hafðu samband

http://www.thekkingarmidstod.is/um-okkur/hafa-samband

·        Tími þinn er dýrmætur

http://www.thekkingarmidstod.is/tomstundir/jolagjafabref/


Til baka