Námskeið í hjólastólafærni

6. september kl. 12:00

Námskeiðið sem er í samvinnu við SEM samtökin, verður haldið 6. september og er gjaldfrjálst.

NÁMSKEIÐ Í HJÓLASTÓLAFÆRNI

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða nú í fyrsta sinn upp á námskeið í hjólastólafærni. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason, meðstjórnandi SEM samtakanna. Hann hefur kennt samskonar námskeið í Svíþjóð í sumar og mun fara aftur út í haust til að halda fleiri. Aðstoðarmaður hans er Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna. 

Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt.

Um námskeiðið:

  • Haldið laugardaginn 6. september, kl. 12:00 til kl. 15:30/16:00
  • í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Haldið utandyra ef vel viðrar. Boðið verður upp á hressingu.
  • Námskeiðið er frítt
  • Skráningarfrestur er til og með föstudagsins 29. ágúst

 

Skráðu þig á nýja netfangið okkar: radgjafi@thekkingarmidstod.is og taktu fram:

  1. nafn þitt
  2. tegund stóls
  3. hversu lengi þú hefur notað hjólastól
  4. fötlun (þessar upplýsingar þurfa að fylgja þar sem námskeiðið er að hluta mótað að þörfum hvers og eins þátttakanda)
Til baka