Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 1. tölublað 3. árgangur


Heil og sæl,
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Nýja árið leggst rosa vel í okkur og verður ýmislegt nýtt og spennandi á döfinni hér í Þekkingarmiðstöðinni. Við erum endalaust að uppfæra vefinn, breyta og bæta. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir og upplýsingar sem ykkur finnst vanta á vefinn okkar, endilega hafið samband og komið þeim á framfæri því þannig hjálpumst við að við að gera góðan vef enn betri.

Ráðgjafinn ráðagóði


Næsti fyrirlestur í loftið í vikunni andri

Á fimmtudaginn, 15. janúar, fer þriðji fyrirlesturinn í Jafningjafræðslunni í loftið. Fyrirlesturinn ber heitið: Viðhorf þitt til lífsins – taktu sjénsinn!  Þar fjallar Andri Valgeirsson um reynslu sína á viðmóti fólks í sinn garð. Endilega fylgist með og hjálpið okkur að deila boðskapnum.

 

Á döfinni

Námskeið í Reykjadal verður haldið í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Reykjadal. Þær Katrín og María hafa sett saman námskeið fyrir hreyfihamlaða unglinga, sem sem vilja styrkja sig og efla trú sína á eigin getu. Það verður haldið í Reykjadal helgina 30. jan -1. feb. 2015.  Námskeiðið er lokað.

Markþjálfun -  Vilt þú bæta eða breyta  einhverju í þínu lífi? Ef svo er þá er markþjálfun eitt það öflugasta sem völ er á til að ná tökum á því sem þig langar til að gera.
Markþjálfun byggir á reglubundnum samtölum þar sem markþjálfinn notar opnar spurningar og virka hlustun til að aðstoða einstaklinginn við að skerpa eigið hugsunarferli. Markþjálfinn hjálpar einstaklingum að finna áhugasvið sitt, setja sér markmið og uppgötva og efla styrkleika sína. Þjálfunin er sérsniðin út frá þörfum hvers og eins og fyllsta trúnaðar er gætt. Starfað er eftir ströngum siðareglum International Coach Federation (ICF). Frekari upplýsingar um markþjálfun er hægt að finna á markthjalfun.is

thisÞyri Ásta Hafsteinsdóttir markþjálfi og Þekkingarmiðstöðin taka höndum saman og bjóða hreyfihömluðu fólki upp á ókeypis markþjálfun.  Boðið verður upp á samtöl í Þekkingarmiðstöðinni. Ef fólk á ekki heimangengt verður boðið upp á samtöl í gegnum síma eða á Skype. Áhugasamir hafi samband í síma 5500118.
Þekkingarmiðstöðin fékk Þyri Ástu til að koma og kynna markþjálfun fyrir starfsfólki sínu og öðru samstarfsfólki. Vel tókst til og erum við full tilhlökkunar að bjóða upp á þessa nýjung í starfi miðstöðvarinnar nú í febrúar.

Útivist fatlaðs fólks

Þann 16. febrúar mun Beth Fox frá National Sports Center for the Disabled halda fyrirlestur um útivistarmöguleika fatlaðs fólks. Einnig mun Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttasambands fatlaðra, mun kynna hvernig staðan er hér á landi. Fyrirlesturinn er endurgjaldslaus, nánari upplýsingar hér 

Safnaðu minningum í krukku

Góð hugmynd fyrir árið 2015 - safnaðu minningum í krukku allt árið og lestu á Gamlársdag. Hægt er að instagramma allt skemmtilegt sem gerist eða safna í krukku t.d.bíómiðum o.fl. sem maður gerir á árinu.


Nýtt á síðunni

gbsd
Þær Guðný og Sigurbjörg hafa verið að uppfæra upplýsingar um ferðalög erlendis á heimasíðunni okkar og gert þær aðgengilegri. Ef þú vilt hjálpa þeim, sendu okkur endilega þínar upplýsingar um aðgengileg hótel og ferðamannastaði í útlöndum. Þannig hjálpumst við að til að gera lífið auðveldara fyrir hreyfihamlaða ferðalanga.Vissir þú að...


 


Til baka