Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 4. tölublað 2. árgangur

<p><br />Þónokkrir nýir lesendur hafa bæst við póstlistann okkar. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í hópinn&#160;</p>
<h2>Veltek 2014&#160;</h2><img src="/media/myndir/large/IMAG1432.jpg" alt="Rannveig og Sigurbjörg" /><font color="#7f7f7f"><em><br /></em></font> 
<p>Þær Rannveig og Sigurbjörg skelltu sér til Akureyrar þann 4. og 5.júní sl. á ráðstefnuna <em>Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu</em> sem haldin var í Hofi. Þar kynntu þær starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinnar og hlýddu á áhugaverða fyrirlestra. Þarna var margt um manninn og tengslamyndun í fullum gangi sem mun án efa nýtast Þekkingarmiðstöðinni og öllu því fólki sem við hittum vel í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsmenn Þekkingarmiðstöðvarinnar fara á ráðstefnu til að kynna starfsemina og þetta var líka í fyrsta skiptið sem svona ráðstefna er haldin í þessum geira. Ráðstefnan tókst það vel í alla staði.</p>
<h2>Sumarlokun</h2>
<p>Vegna sumarleyfa starfsmanna verður lokað hjá okkur frá og með mánudeginum 14. júlí til og með mánudagsins 4. ágúst. Opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst. Við minnum þó á að heimasíðan er alltaf opin (www.thekkingarmidstod.is) – stútfull af skemmtilegum og gagnlegum upplýsingum</p>
<h2>Á döfinni</h2>
<h3>Námskeið í markmiðasetningu&#160;</h3><img src="/media/myndir/large/Erica-Duran-helps-you-decide-plan-and-take-action.jpg" alt="Markmiðasetning" /><font color="#7f7f7f"><em><br /></em></font> 
<p>Þekkingarmiðstöðin mun bjóða upp á námskeið í markmiðasetningu í haust. Katrín Björk, sálfræðingur og ráðgjafi í Þekkingarmiðstöðinni, mun halda námskeiðið. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriðin í markmiðasetningu, m.a. hvernig hægt er að setja sér gott&#160;</p>
<p>Námskeið í hjólastólafærnimarkmið og unnið markvisst að því að ná því. Við ákváðum að bjóða nokkrum velvöldum vinum ÞS á prufukeyrslu á námskeiðinu í lok júní og gekk það mjög vel. Fylgist með þegar við auglýsum tímasetningu á námskeiðum haustsins.&#160;</p>
<p>Hákon Atli Bjarkason mun stýra námskeiði í hjólastólafærni á vegum Þekkingarmiðstöðvarinnar. Hákon er hjólastólanotandi og kemur ferskur frá Svíþjóð til okkar þar sem hann var að kenna á námskeiði í hjólastólafærni. Á námskeiðinu verður m.a. farið í hvernig á að fara upp kanta, niður stiga og flutning frá gólfi upp í stólinn. Ýmislegt fleira verður kennt og fer það eftir óskum þátttakenda. Námskeiðið verður í lok ágúst eða byrjun september. Skráning auglýst síðar.&#160;</p>
<h3>Nýtt á síðunni</h3>
<p>Ýmislegt nýtt er að finna á heimasíðunni okkar. Má þar á meðal annars nefna sjálfskráningu þjónustuaðila hjá veitingastöðum og kaffihúsum, en áður vorum við einungis með ábendingar frá hjólastólanotendum.&#160;Þar sem margir hyggja á ferðalög í sumar gæti reynst gagnlegt að vita af því að hreyfihamlaðir geta ferðast með flugrútu og fengið aðstoð starfsfólks ef látið er vita við bókun. Farþegar sem nota hjólastóla geta látið vita með sólarhringsfyrirvara, taka þarf fram hvort og fá þá þjónustu við hæfi Reykjavík Excursions sem er með Flugrútuna. Taka þarf fram &#160;hvort hjólastóllinn sé handknúinn eða rafknúinn.&#160;Margt fleira má sjá undir „Nýtt á síðunni“, kíkið endilega á það.</p>
<h3>Að lokum..</h3>
<p>Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar fagnaði 2. ára afmæli sínu í byrjun júní. Frá upphafi höfum við safnað upplýsingum um aðgengilega staði hérlendis sem erlendis,&#160; s.s. veitingastaði, kaffihús, sundlaugar, gistingu og náttúruperlur&#160; svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar finnur þú á heimasíðu okkar undir kaflanum „aðgengi“. Við hvetjum ykkur sem eruð á ferðalagi í sumar, að senda okkur upplýsingar um aðgengilega staði. Við bætum þeim við á heimasíðuna þannig að fleiri geti nýtt sér upplýsingarnar.</p>

Til baka