Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 3. tölublað 2. árgangur

Kynning frá Hjálpartækjamiðstöð

Kynning frá Sjúkratryggingum Íslands

Þann 7. maí sl. komu fulltrúar frá Hjálpartækjamiðstöð og kynntu starfsemi sína sem og helstu breytingar á reglugerð um hjálpartæki sem tók gildi í desember 2013. Fyrirlesturinn var vel sóttur og margt áhugavert kom þar fram, t.d. hversu nauðsynlegt það er að sækja alltaf um hjálpartæki og láta reyna á hvort umsókn verði samþykkt. Þó svo að umsókn sé hafnað, þá safnast saman upplýsingar um þau tæki sem sótt hefur verið um og sýnir þannig eftirspurnina eftir þeim.  Hver veit nema að útivistarhjálpartæki eða hjálpartæki fyrir fatlaða foreldra verði þá samþykkt í náinni framtíð?

Sjálfsbjargarheimilið er Fyrirmyndarstofnun 2014

Á dögunum fékk Sjálfsbjargarheimilið viðurkenninguna Fyrirmyndarstofnun 2014 en SFR stendur árlega fyrir þessari könnun. Sjálfsbjargarheimilið var í 1. sæti meðal stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Við óskum starfsfólki og stjórn Sjálfsbjargarheimilisins innilega til hamingju með þennan heiður.

Á döfinni

Þekkingarmiðstöðin í Hofi

Rannveig, forstöðumaður ÞS og Sigurbjörg, ráðgjafi, verða í Hofi á Akureyri dagana 4. og 5. júní nk. á ráðstefnunni: Hvar liggja möguleikarnir? Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Þar kynna þær starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinnar og er þetta kjörið tækifæri til að hitta þær og spjalla.

Sumarlokun

Sumarlokun ÞS

Þekkingarmiðstöðin lokar í 3 vikur í sumar, frá og með mánudeginum 14. júlí til þriðjudagsins 5. ágúst.

Hjólastólafærni

Stefnt er að því að halda námskeið í hjólastólafærni seinni part sumars eða strax í haust. Þetta verður nánar auglýst síðar. 

Blár hjólastóll

Nýtt á síðunni

Meðal þess sem er nýtt á síðunni núna eru upplýsingar um:

  • Bæjarhátíðir
  • Bláa lónið
  • Skotfimiæfingar

Við bætum reglulega við nýju efni á heimasíðuna, www.thekkingarmidstod.is og auðvelt er að fylgjast með því sem er nýtt á síðunni og  ný uppfært

Nýtt á síðunni

Til baka