Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 2. tölublað 2. árgangur

Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 2. tölublað 2. árgangur

Námskeið

Umræðuhópur um hreyfihömlun og foreldrahlutverkið

Mánudaginn 24. febrúar sl. boðaði Þekkingarmiðstöðin til umræðuhóps um hreyfihömlun og foreldrahlutverkið. Ákveðið var í kjölfarið að stofna lokaðan hóp á Facebook til að hvetja til áframhaldandi umræðu. Við stefnum að því að hittast oftar. Hópurinn er bæði fyrir þá sem eru orðnir foreldrar og aðra sem jafnvel hyggja á barneignir og vilja fá ráð og heyra reynslusögur annarra. Facebook hópurinn heitir Hreyfihömlun og foreldrahlutverkið og hægt er að óska eftir inngöngu á síðu hópsins, hér er slóðin á hópinn: https://www.facebook.com/groups/789024547793340/.

Fyrirlestur um gerð skattframtals

Mánudaginn 10. mars var haldinn fjölmennur fyrirlestur um gerð skattframtals, NPA- og beingreiðslusamninga. Starfsmaður ríkisskattstjóra hélt þennan gagnlega fyrirlestur.

Á döfinni

Fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks

Þann 4.apríl nk. býður Þekkingarmiðstöðin upp á fræðsludag um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks. Þar munu nokkrir einstaklingar segja frá íþróttaiðkun sinni og kynnt verður hvað er í boði í heilsurækt fyrir hreyfihamlað fólk. Fræðsludagurinn fer fram í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12 (í næstu álmu við Þekkingarmiðstöðina) kl. 13.30 – 17.00. Það kostar ekkert inn. Dagskrána má finna á vefnum okkar á þessari slóð: http://www.thekkingarmidstod.is/media/myndir/Fraedsludagur-um-heilsuraekt-hreyfihamlads-folks_dagsskra.pdf.

Hjólastólakörfubolti

Kynning á breytingum í nýrri reglugerð um hjálpartæki

Fulltrúi Hjálpartækjamiðstöðvarinnar er væntanlegur til okkar þann 7. maí til að kynna helstu breytingar í nýrri reglugerð um hjálpartæki, bílahjálpartæki og fleira sem tók gildi 6. desember 2013. Kynningin verður frá kl. 14:00 - 15.30.

Nýtt á síðunni

Á heimasíðu Þekkingarmiðstöðvarinnar, neðarlega á forsíðunni, er hægt að finna nýlegustu færslurnar sem við höfum bætt við á heimasíðuna. Stundum er um að ræða nýtt efni en stundum eru það breytingar á efni sem er þar fyrir. Hér er tengill á nýtt á síðunni: http://www.thekkingarmidstod.is/faldir-flokkar/nytt-efni/.

Nýtt á síðunni

Til baka