Viðburðir ÞS

"Upp á kant" - Hjólastólafærninámskeið

17.9.16.

  • 17.9.2016, 12:00 - 16:00, Íþróttahús ÍFR, 0

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða upp á  námskeið í hjólastólafærni sem hefur slegið í gegn síðustu tvö ár. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason, meðstjórnandi SEM samtakanna. 

Námskeiðið "Upp á kant" hefur notið mikilla vinsælda og hafa allir sem koma á námskeiðið lært eitthvað nýtt. Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt.

Um námskeiðið: 

 

  • Haldið laugardaginn 17. september, kl. 12:00 til kl. 16:00
  • Námskeiðið er frítt 
  • Í sal Íþróttafélags fatlaðra, Hátúni 14.

Skráðu þig á netfangið okkar: radgjafi@thekkingarmidstod.is og taktu fram:

  • nafn þitt
  • tegund stóls
  • hversu lengi þú hefur notað hjólastól
  • fötlun
  • ef þú hefur einhver sérstök markmið, s.s. fara í stól af gólfi, ákveðna hæð kanta eða stiga.

(þessar upplýsingar þurfa að fylgja þar sem námskeiðið er að hluta mótað að þörfum hvers og eins þátttakanda)

Æskilegt er að þátttakendur láti yfirfara stóla sína fyrir námskeiðið hjá t.d. sjúkraþjálfara eða Hjálpartækjamiðstöðinni tímanlega.

Hægt er að sjá upplýsnigar um viðburðinn á facebook