TravAble kynning
Þekkingarmiðstöð, 7. febrúar, kl. 16:30 - 17:30
Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi og verkefnastjóri mun kynna TravAble miðvikudaginn 7.febrúar kl. 16:30 - 17:30
TravAble er frítt app og ferðafélagi fyrir hreyfihamlaða og aðra sem eiga erfitt með gang eða þurfa sérstakar upplýsingar varðandi aðgengi. Hindranir í vegi hreyfihamlaðara eru vandamál og handhægar upplýsingar um aðgengilega þjónustu, afþreyingu og mannvirki skortir.
Markmið verkefnisins er að bæta upplýsingar um aðgengi fyrir alla sem á þurfa að halda, hvar og hvernær sem er, með því að safna upplýsingum um þjónustu, afþreyingu og mannvirki og birta í smáforriti (appi) í síma/spjaldtölvum. TravAble verður þjónustu-og leiðsöguapp, tengt korti, og hentar því hreyfihömluðum jafnt heima og að heiman. Áhersla er lögð á jákvæða nálgun, þ.e. að sýna einungis það sem er aðgengilegt hreyfihömluðum EKKI það sem er óaðgengilegt.