Viðburðir ÞS

06.11.15  Að fara í lýðháskóla

  • 6.11.2015, 16:15 - 17:15, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér að fara erlendis í nám? 

Anna Kristín Jensdóttir hjólastólanotandi segir frá upplifun sinni í lýðháskóla í Danmörku í máli og myndum. Aðstoðarkona hennar, Eva Hrönn Árelíusdóttir Jörgensen segir einnig frá upplifun sinni af dvölinni. Þær stöllur munu bæði fjalla um allt það skemmtilega sem þær upplifðu og þær aðgengishindranir sem þær mættu. Þær vonast til þess að kynningin hvetji fleiri til þess að fara erlendis í lýðháskóla.

Kynningin verður í húsnæði Þekkingarmiðstöðvarinnar þann 6. nóvember kl. 16:15.