Viðburðir ÞS

12.9.15 "Upp á kant"

  • 12.9.2015, 13:00 - 16:00, Íþróttahús ÍFR, ókeypis

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða í annað sinn upp á námskeið í hjólastólafærni. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason, meðstjórnandi SEM samtakanna, ásamt aðstoðarmanni. 

Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt.

Um námskeiðið: Hákon fer niður stiga í hjólastól

·       Haldið laugardaginn 12. september, kl. 13:00 til kl. 16:00

·       í sal Íþróttafélags fatlaðra, Hátúni 14.

·       Námskeiðið er frítt

 

Skráðu þig á netfangið okkar: radgjafi@thekkingarmidstod.is og taktu fram:

·       nafn þitt

·       tegund stóls

·       hversu lengi þú hefur notað hjólastól

·       fötlun

-      ef þú hefur einhver sérstök markmið, s.s. fara í stól af gólfi, ákveðna hæð kanta eða stiga.

(þessar upplýsingar þurfa að fylgja þar sem námskeiðið er að hluta mótað að þörfum hvers og eins þátttakanda)

Æskilegt er að þátttakendur láti yfirfara stóla sína fyrir námskeiðið hjá t.d. sjúkraþjálfara eða Hjálpartækjamiðstöðinni tímanlega.


Viðburðurinn er á facebook


Umsagnir um síðasta námskeið:

„Ég lærði að fara upp stiga og hærri brúnir en ég er að gera venjulega. Námskeiðið var skemmtilegt og ég get mælt með því fyrir aðra".

Jón Stef.

„Mér fannst gaman að það var keppni. Ég lenti í 2. Sæti.. Ég var yngstur en það skipti engu máli...Því þetta er mitt fólk. Mér fannst þetta gaman! Næst vil ég líka fá að læra að fara niður tröppur eins og eldri mennirnir! Ég gef þessu sko 10 í einkunn því það er besta einkunnin!“

Alex Ernir, 9 ára