Viðburðir ÞS

Fjármálafræðsla

07. 11. 2012

  • 7.11.2012, 16:30 - 19:30, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Allir þurfa að fylgjast með útgjöldum sínum og verður farið yfir hagnýt atriði á námskeiðinu sem fólk getur nýtt sér í daglegu lífi.Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti greint og unnið með sín fjármál þannig að auðveldara verði að finna útgjaldaliði sem hægt er að hagræða. Eftir námskeiðið verða þátttakendur upplýstari og meðvitaðri neytendur sem geta stjórnað og hafi yfirsýn yfir eigin fjármál. Kynnt verður bókhaldsforrit sem hjálpar þátttakendum að skipuleggja og halda utan um fjármálin, almennt kostar þetta forrit 4.000 krónur en forritið er innifalið í námskeiðsverðinu.