Viðburðir ÞS

Skyndihjálparnámskeið fyrir hreyfihamlað fólk

11.09. 2012

  • 11.9.2012, 16:00 - 19:00, Kaffistofa Öryrkjabandalags Íslands

Það getur bjargað mannslífum að vita hver rétt skyndihjálparviðbrögð eru og þau lærast ekki bara af því að lesa bók. Á námskeiðinu verður farið yfir alla þá þætti sem varða skyndihjálp og fólk fær að æfa sig. Námskeiðið miðast við að hreyfihamlað fólk fái sérhæfðar leiðbeiningar sem það getur nýtt sér lendi það í aðstæðum þar sem skyndihjálpar er þörf. Og skiptir þá engu hver hreyfihömlunin er.Námskeiðið verður haldið í Kaffistofu Öryrkjabandalagsins, að Hátúni 10, 105 Reykjavík