Viðburðir ÞS

Nýr fyrirlestur kominn á síðuna

Fyrirlestrar um reynslu og upplifun fólks

  • 5.11.2014 - 31.12.2014, 9:00 - 23:00, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir deilir reynslu sinni af því að byggja upp nýja sjálfsmynd eftir slys.  Það er hægt að horfa á fyrirlesturinn á vefsíðu okkar undir fyrirlestrar ÞS

Þann 15. október síðastliðinn settum við fyrsta fyrirlesturinn í loftið þar sem hreyfihamlaður einstaklingur deilir með okkur upplifun sinni og reynslu. Fleiri slíkir fyrirlestrar koma á næstunni og því um að gera að fylgjast með. 
Það er mjög gott að heyra reynslu annarra og sérstaklega þeirra sem standa í sömu sporum og maður sjálfur. Viljir þú deila reynslu þinni með okkur þá viljum við heyra frá þér. Þú getur sent okkur tölvupóst á radgjafi(hjá)thekkingarmidstod.is eða haft samband við okkur í síma 5 500 118.