Viðburðir ÞS

15. september

  • 15.9.2014 - 16.9.2014, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Frá upphafi hafa markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar verið að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Með þessi markmið í huga hefur Þekkingarmiðstöðin nú hafist handa á upptökum af fyrirlestrum þar sem einstaklingar koma og ræða um ýmis málefni út frá sinni upplifun og reynslu.

Hugsunin með þessum fyrirlestrum er fyrst og fremst að fræða og upplýsa aðra, en ekki síður að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt.

Þið getið skoða myndbandið undir fyrirlestrar ÞS á heimasíðu okkar.