Viðburðir ÞS

Námskeið í markmiðasetningu

  • 22.10.2014, 10:00 - 12:00, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Ókeypis

Þekkingarmiðstöðin býður upp á námskeið í markmiðasetningu 22.10.2014. kl. 10:00-12:00. Katrín Björk, sálfræðingur og starfsmaður Þekkingarmiðstöðvar, mun halda námskeiðið. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriðin í markmiðasetningu, m.a. hvernig hægt er að setja sér gott markmið og unnið markvisst að því að ná því. Litlir hópar verða á hverju námskeiði. Stefnt er að því að bjóða upp á námskeiðið nokkrum sinnum fram að áramótum. Námskeiðið er ókeypis, og er haldið í húsnæði Þekkingarmiðstöðvarinnar, Hátúni 12. Skráning sendist á netfangið radgjafi@thekkingarmidstod.is.