Viðburðir ÞS

Námskeið í hjólastólafærni

6. september 2014

 • 6.9.2014, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Námskeiðið er frítt

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða nú í fyrsta sinn upp á námskeið í hjólastólafærni. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason, meðstjórnandi SEM samtakanna. Hann hefur kennt samskonar námskeið í Svíþjóð í sumar og mun fara aftur út í haust til að halda fleiri. Aðstoðarmaður hans er Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna.  

Um námskeiðið:

 • Haldið laugardaginn 6. september, kl. 12:00 til kl. 15:30/16:00.
 • Í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Haldið utandyra ef vel viðrar. Boðið verður upp á hressingu.
 • Námskeiðið er frítt.
 • Skráningarfrestur er til og með föstudagsins 29. ágúst.

 

Skráðu þig á nýja netfangið okkar: radgjafi@thekkingarmidstod.is og taktu fram:

 • nafn þitt
 • tegund hjólastóls
 • hversu lengi þú hefur notað hjólastól
 • fötlun
  (þessar upplýsingar þurfa að fylgja þar sem námskeiðið er að hluta mótað að þörfum hvers og eins þátttakanda)