Þekkingarmiðstöðin í Hofi
Þekkingarmiðstöðin verður í Hofi Akureyri dagana 4. og 5. júní á ráðstefnunni: Hvar liggja möguleikarnir? Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu, sem haldin er á vegum velferðarráðuneytisins í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári Íslands í norrænu samstarfi. Ráðstefnugestum gefst kostur á að eiga hraðstefnumót við fulltrúa notenda, sveitarfélaga, atvinnulífsins, frumkvöðla/sprotafólk og fulltrúa fyrirtækja sem bjóða mögulegar velferðarlausnir - og að sjálfsögðu verður Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar þar. Við hlökkum mikið til að kynna starfsemina okkar á þessum vettvangi.
Aðgangur er ókeypis, skráning hjá velferðarráðuneytinu.