Viðburðir ÞS

Umræðuhópur um foreldrahlutverkið og hreyfihömlun

  • 24.2.2014, 17:00 - 19:00, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Frítt

Nú stendur til jafningjafræðsla um foreldrahlutverk og hreyfihömlun og viljum við kanna áhuga ykkar á að vera með í slíkum hópi. Hugmyndin er að bæði hreyfihamlaðir foreldrar og þeir sem hyggja á barneignir verði saman í hópi, deili reynslu sinni og fái ráð hjá öðrum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hafa samband við okkur fyrir föstudaginn 14. febrúar 2014. Þið getið sent okkur tölupóst á thekkingarmidstod@sjalfsbjorg.is eða hringt í okkur í síma 5 500 118