Viðburðir ÞS

Kynning á vinnusamningi öryrkja

15.janúar 2014, kl.13:00-14:00

  • 15.1.2014, 13:00 - 14:00, Rauði salurinn, Frítt

Linda starfsmaður hjá Vinnumálastofnun heldur kynningu í Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Hún er ráðgjafi atvinnuleitenda með skerta starfsgetu og tengiliður við TR vegna vinnusamnings öryrkja.  Hún mun halda kynningu á starfi sínu og vinnusamningi, en vinnusamningur er leið til að auðvelda fólki sem hefur örorkulífeyri, örorkustyrk eða endurhæfingarlífeyri að fara út á almenna vinnumarkaðinn. Gott væri að láta okkur vita af komu þinni á kynninguna svo að við verðum með nóg kaffi.