Viðburðir ÞS

Skyndihjálparnámskeið fyrir hreyfihamlað fólk

24. september 2013

  • 24.9.2013, 16:30 - 19:30, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, 4000

Það getur bjargað mannslífum að vita hver rétt viðbrögð eru í skyndihjálp. Námskeiðið miðast við að hreyfihamlað fólk fái sérhæfðar leiðbeiningar en farið verður yfir alla þá þætti sem varða almenna skyndihjálp. Hver og einn fær leiðbeiningar út frá sinni hreyfihömlun til að geta verið undirbúinn fyrir aðstæður þar sem skyndihjálpar er þörf. Engu skiptir hver hreyfihömlunin er og eru allir hreyfihamlaðir einstaklingar hvattir til að skrá sig.
Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu þurfa að skrá sig.

Námskeiðið verður haldið hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 105 Reykjavík.