Viðburðir ÞS

Hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks

12. september 2013

  • 12.9.2013, 16:00 - 17:00, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, 0

Samkvæmt lögum starfa réttindagæslumenn í öllum landshlutum. Veita þeir fötluðu fólki stuðning og aðstoð við að leita réttar síns. Jafnframt getur fólk tilkynnt til réttindagæslumanns ef það telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings.

Magnús Þorgrímsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, mun fjalla um hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks og á hvaða hátt fólk getur nýtt sér réttindagæslumenn.

Frítt er á kynninguna sem haldin verður að Hátúni 12, 105 Reykjavík frá 16:00 - 17:00.

Skráning á kynninguna