Viðburðir ÞS

Hjálpartækjasýning

Hjálpartækjasýning 7. og 8. júní 2013

  • 7.6.2013 - 8.6.2013, Íþróttahús ÍFR

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir sýningu þar sem fólk getur séð nýjungar í hjálpartækjum fyrir hreyfihamlaða. Sýningin verður föstudaginn 7. júní og laugardaginn 8. júní næstkomandi í Íþróttahúsinu Hátúni 14. Frítt er inn á sýninguna og eru gestir og gangandi velkomnir.

Á hjálpartækjasýningunni sýna innflutningsaðilar á hjálpartækjum tækninýjungar og lausnir sem henta sérstaklega hreyfihömluðu fólki. Allur almenningur getur þó haft gagn og gaman af sýningunni.