Viðburðir ÞS

Útivist fatlaðs fólks

18. febrúar 2013 kl. 17:00

  • 18.2.2013, 17:00

Fatlað fólk getur stundað útivist eins og hver annar. Stundum þarf aðlagaðan búnað til að fólki sé þetta kleift en með rétta búnaðinum kemst hreyfihamlað fólk, blindir og fólk með aðrar fatlanir á skíði, í klettaklifur, í kajakróður eða annað sem því langar til.
Beth Fox, framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD), hefur verið með fötluðu fólki í útivist í yfir 25 ár og ætlar að miðla af reynslu sinni.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður í Rauða salnum að Hátúni 12, 105 Reykjavík klukkan 17:00 þann 18. febrúar næstkomandi. Gott er að skrá sig á fyrirlesturinn en það er þó ekki nauðsynlegt.