Viðburðir ÞS

Hjálpartækjasýning 2017

  • 5.5.2017 - 6.5.2017, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar mun halda glæsilega hjálpartækjasýningu í Laugardalshöllinni 5. og 6. maí 2017. Verður þá þeim aðilum, sem selja hjálpartæki, gert kleift að sýna gestum og gangandi það sem þeir hafa upp á að bjóða.

Fyrirtæki eins og Össur, Eirberg, Stoð, Askja,  SÍBSÖryggismiðstöðin, Ferðafélag ÍslandsFastus og Icepharma hafa staðfest komu sína og mun fleiri fyrirtæki og einstaklingar ætla að vera með og sýna hjálpartæki. 

Sýningin ber yfirskriftina: Tækni – lífsstíll – heilsa.


Hjalpartaekjasyning_logo3

Sýningin var haldin árið 2013 (í íþróttahúsi fatlaðra) og komust færri að en vildu. Þekkingarmiðstöðin heldur upp á 5 ára afmæli sitt á þessu ári og þess vegna verður sýningin enn veglegri en áður.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur samþykkt að opna hjálpatækjasýninguna föstudaginn 5. maí n.k. kl 14:00.

Hér má sjá dagskrána:

Dagskra_full