Viðburðir ÞS

67 og hvað svo?

30. mars klukkan 16:15

  • 30.3.2017, 16:15 - 17:15

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir mun halda erindið 67 og hvað svo? Fimmtudaginn 30. mars frá kl. 16.15 -17:15.

Guðríður hefur mikla þekkingu á lífeyris og réttindamálum fatlaðs fólks og málefnum eldri borgara þar sem hún hefur starfað um áratuga skeið innan málaflokksins, sem formaður Sjálfsbjargar, félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og framkvæmdastjóri félags eldri borgara í Reykjavík.

Í erindinu ætlar Guðríður að fjalla um reynslu sína af því að vera fötluð kona og hvað breytingar verða hjá fólki þegar það verður 67 ára varðandi réttindi og þjónustu. Er fólki mismunað eftir aldri?

Ókeypis er inn og opið öllum en áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á radgjafi@thekkingarmidstod.is