Viðburðir Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Yfir vetrarmánuðina hefur Þekkingarmiðstöðin staðið fyrir einstaka viðburðum að jafnaði einn á mánuði eftir áherslum og álagi hverju sinni. Leitast er við að hafa fjölbreytta viðburði sem varða sérstaklega hreyfihamlað fólk á einn eða annan hátt.

Viðburðir sem hafa verið vel sóttir eru gjarnan endurteknir reglulega. Við fögnum öllum ábendingum um heppilegan viðburð og viljum endilega vera í samstarfi við aðra um heppilega viðburði. Stefnan er að viðburðir okkar séu almennt ókeypis, hafið endilega samband.

 


Fræðslufundur um skattskil 6.3.2018 16:15 - 17:15 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur og formaður Sjálfsbjargar fer yfir þau réttindi sem lífeyrisþegar hafa þegar kemur að skattskilum.

Lesa meira
 

Stómavörur - hvað er í boði? 1.3.2018 16:30 - 17:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Ragnheiður Þórisdóttir ætlar að koma til okkar fimmtudaginn 1. mars og segja okkur frá mótanlegu stómaumbúðunum frá Convatec.  

Lesa meira
 

TravAble kynning 7.2.2018 16:30 - 17:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi og verkefnastjóri mun kynna TravAble miðvikudaginn 7.febrúar kl. 16:30 - 17:30 

Lesa meira
 

Námskeið: Gerð tekjuáætlana TR 16.1.2018 16:30 - 17:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur og formaður Sjálfsbjargar, verður með námskeið, mánudaginn 8. janúar 2018, um gerð tekjuáætlana. 

Lesa meira
 

Hjálpartækjasýning 2017 5.5.2017 - 6.5.2017 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar mun halda hjálpartækjasýningu 5. og 6. maí 2017. Verður þá þeim aðilum, sem selja hjálpartæki, gert kleift að sýna gestum og gangandi það sem þeir hafa upp á að bjóða.

Lesa meira
 

67 og hvað svo? 30.3.2017 16:15 - 17:15

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir mun halda erindið 67 og hvað svo? fimmtudaginn 30. mars frá kl. 16.15 -17:15.

Lesa meira
 

Fræðslufundur um skattskil 9.3.2017 16:15 - 17:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Vegna fjölda áskorana ætlar Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur og formaður Sjálfsbjargar að koma aftur, og fara yfir þau réttindi sem lífeyrisþegar hafa þegar kemur að skattskilum.

Lesa meira
 

Fræðslufundur um skattskil 22.2.2017 16:15 - 17:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Miðvikudaginn 22. febrúar kemur Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur og formaður Sjálfsbjargar og fer yfir þau réttindi sem lífeyrisþegar hafa þegar kemur að skattskilum.

Lesa meira
 

Jólagleði Þekkingarmiðstöðarinnar 16.12.2016 15:00 - 17:00

Þann 16. desember ætlum við að vera í jólaskapi hér í Hátúni og bjóða upp á góðgæti og upplestur úr góðum bókum

Lesa meira
 

Þekkir þú vefinn „Gott aðgengi“? 30.11.2016 17:00 - 18:00

Miðvikudaginn 30. nóvember mun Harpa Ingólfsdóttir byggingafræðingur koma til okkar í Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar og m.a. segja okkur frá vefnum „Gott aðgengi“

Lesa meira
 

Fullgilding samnings SÞ og hvað svo ? 26.10.2016 17:00 - 18:00 26.10.2016 17:00 - 18:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Miðvikudaginn 26. október nk kl. 17:00 mun mannréttindalögfræðingurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir halda fyrirlestur um hver staðan er og hvað er framundan vegna fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
 

Fullgilding Samnings SÞ - hvað svo? 26.10.2016 17:00 - 18:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Miðvikudaginn 26. október nk. kl. 17:00 mun mannréttindalögfræðingurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir halda fyrirlestur um hver staðan er og hvað er framundan vegna fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
 

Beinþéttni hjólastólanotenda - að sporna við beinþynningu 18.10.2016 17:00 - 18:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Hvað geta hjólastólanotendur gert til að sporna við beinþynningu? 
18. október 2016 verður boðið upp á fyrirlestur um hvað hjólastólanotendur geta gert til að halda beinþéttni og þannig spornað við beinþynningu.

Lesa meira
 

Á ferð og flugi - Reynslusögur 29.9.2016 16:00 - 17:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri, verður með erindi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12, fimmtudaginn 29. september kl. 16.

Þorkell hefur verið virkur í atvinnulífinu og hefur töluverða reynslu af ferðalögum sem hjólastólanotandi. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar þarf að skipuleggja ferðalög, panta hótel o.fl. Þorkell mun deila reynslu sinni á þessu sviði. Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta

Lesa meira
 

"Upp á kant" - Hjólastólafærninámskeið 17.9.2016 12:00 - 16:00 Íþróttahús ÍFR

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða upp á  námskeið í hjólastólafærni sem hefur slegið í gegn síðustu tvö ár. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason, meðstjórnandi SEM samtakanna. 

Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt. 

Lesa meira
 

Sumarlokun hjá Þekkingarmiðstöðinni 11.7.2016 - 7.8.2016 10:00 - 23:59

Það verður lokað hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar frá og með 11.júlí nk. til mánudagsins 8.ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

Lesa meira
 

Jafningjafræðsla 18.3.2016 - 30.4.2016 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Það er alltaf gaman að fá innsýn í reynslu og líf fólks. Þekkingarmiðstöðin deilir með ykkur myndböndum þar sem hreyfihamlað fólk deilir með ykkur þeirra persónulegu reynslu.

Lesa meira
 

16.2 16 Kynning á hugleiðslu og jóga 16.2.2016 16:00 - 17:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Allir geta stundað jóga

Klara Dögg Sigurðardóttir jógakennari fræðir okkur um hugleiðslujóga á þessari kynningu en hún hefur mikla reynslu af kennslu hugleiðslujóga fyrir hreyfihamlaða.

Lesa meira
 

Jafningjafræðsla Þekkingarmiðstöðvarinnar 9.11.2015 - 31.12.2015 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Nýlega voru teknir upp þrír fyrirlestrar fyrir Þekkingarmiðstöðina. Þeir fara í loftið á næstu vikum.

Lesa meira
 

04.12.15 Gefðu tíma þinn 9.11.2015 - 31.12.2015 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Nú fer að líða að jólum og þá bjóðum við upp á ókeypis jólagjafabréf. Við hvetjum fólk til að gefa tíma sinn og birtum lista yfir hugmyndir að ókeypis eða ódýrum jólagjöfum. Fylgist með.

Lesa meira
 

06.11.15  Að fara í lýðháskóla 6.11.2015 16:15 - 17:15 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Anna Kristín Jensdóttir segir frá upplifun sinni í lýðháskóla í Danmörku. Kynningin verður í húsnæði Þekkingarmiðstöðvarinnar þann 6. nóvember kl. 16:15.

Lesa meira
 

20.10.15  Skyndihjálp fyrir hreyfihamlaða 20.10.2015 16:00 - 19:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Farið verður yfir almenn atriði í beitingu skyndihjálpar og hverjum og einum leiðbeint sérstaklega út frá eigin hreyfifærni. Engu skiptir hver hreyfihömlunin er og eru allir hreyfihamlaðir einstaklingar hvattir til að skrá sig.

Lesa meira
 

14.10.15  Lokað vegna starfsdags 12.10.2015 - 14.10.2015 12:00 - 16:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

 

24.9.15 Íþróttakynning ÍF 24.9.2015 16:15 - 17:15 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Íþróttasamband fatlaðra býður upp á kynningu á íþróttastarfi. Kynningin verður í húsnæði Þekkingarmiðstöðvarinnar og hefst kl. 16:15.

Lesa meira
 

18.9.15  Fræðsla og fjör í Reykjadal 18.9.2015 - 20.9.2015 Reykjadalur

18. - 20. september 2015 standa Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins og Reykjadalur saman að námskeiði fyrir hreyfihamlaða unglinga í Reykjadal.
Áherslan verður á að fræðast, spjalla og fá góð ráð hjá hvert öðru en umfram allt hafa gaman saman.

Lesa meira
 

12.9.15 "Upp á kant" 12.9.2015 13:00 - 16:00 Íþróttahús ÍFR

Námskeið í hjólastólafærni í sal ÍFR á vegum Þekkingarmiðstöðvarinnar og SEM samtakanna. Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt.

Lesa meira
 

19.06.15 - lokum kl. 12.00  19.6.2015 12:00 - 15:00

19. júní 2015 haldið upp á kosningarétt kvenna.

Lesa meira
 

Sumarlokun 13. júlí til og með 7. ágúst vegna sumarleyfa  12.6.2015 - 7.8.2015 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöðin verður lokuð í fjórar vikur vegna sumarleyfa starfsmanna. 

Lesa meira
 

Þekkingarmiðstöðin 3ja ára 8.6.2015 13:00 - 15:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöðin 3ja ára 8. júní 2015.

Lesa meira
 

Kynning á vorráðstefnu GRR 28.4.2015 - 7.5.2015 13:00 - 18:00 Hilton Reykjavík Nordica

Þekkingarmiðstöðin verður með kynningu á vorráðstefnu GRR

Lesa meira
 

Fyrirlestur um ferð til Asíu 16. apríl 16.4.2015 16:00 - 18:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

 

Ráðgjafi óskast 10.4.2015 - 26.4.2015 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

 

Fjórði fyrirlesturinn kominn á vefinn 5.3.2015 - 3.4.2015

Fjórði fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Þekkingarmiðstöðvarinnar er kominn í loftið. Fyrirlestrarnir eru liður í jafningjafræðslu.

Lesa meira
 

Útivist fatlaðs fólks, 16. feb. 2015 16.2.2015 16:30 - 17:45

Þann 16. febrúar næstkomandi klukkan 16:30 verður fyrirlestur hjá okkur á Þekkingarmiðstöðinni þar sem Beth Fox mun kynna útivistarmöguleika fatlaðs fólks og segja frá því hvaða áhrif útivist getur haft.
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdarstjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttasambands fatlaðra, mun kynna hvernig staðan er hér á landi.

Lesa meira
 

Markþjálfun - skráning stendur yfir 12.1.2015 - 13.3.2015 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Skráning stendur ennþá yfir

Lesa meira
 

Fyrirlestur á netinu 15. 01. '15 9.1.2015 - 20.1.2015 12:00 - 16:00

Þriðji fyrirlesturinn okkar fer á netið þann 15. janúar næstkomandi. Fylgist með hvaða málefni verður tekið fyrir að þessu sinni.

Lesa meira
 

Lokað milli jóla og nýárs 16.12.2014 - 30.12.2014 15:00 - 16:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

 

Ókeypis jólagjafabréf 15.12.2014 - 25.12.2014 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

 

Nýr fyrirlestur kominn á síðuna 5.11.2014 - 31.12.2014 9:00 - 23:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þann 15. október síðastliðinn settum við fyrsta fyrirlesturinn í loftið þar sem fatlaður einstaklingur deilir með okkur upplifun sinni og reynslu. Fleiri slíkir fyrirlestrar kom á næstunni og því um að gera að fylgjast með.

Lesa meira
 

Námskeið í markmiðasetningu 28.10.2014 13:00 - 15:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Katrín Björk býður upp á námskeið í markmiðasetningu í Þekkingarmiðstöðinni í október.

Lesa meira
 

Námskeið í markmiðasetningu 23.10.2014 17:00 - 19:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Námskeið í markmiðasetningu verða haldin í Þekkingarmiðstöðinni í október.

Lesa meira
 

Námskeið í markmiðasetningu 22.10.2014 10:00 - 12:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Námskeið í markmiðasetningu verða haldin í Þekkingarmiðstöðinni í október.

Lesa meira
 

Námskeið í markmiðasetningu 23.9.2014 17:00 - 19:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Námskeið í markmiðasetningu verður haldið í Þekkingarmiðstöðinni í október.

Lesa meira
 

Námskeið í markmiðasetningu 23.9.2014 17:00 - 19:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Námskeið í markmiðasetningu verða haldin í Þekkingarmiðstöðinni í október.

Lesa meira
 

15. september 15.9.2014 - 16.9.2014 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Hvað gerir Þekkingarmiðstöðin 15. september?

Lesa meira
 

Námskeið í hjólastólafærni 6.9.2014 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í samvinnu við SEM samtökin bjóða nú í fyrsta sinn upp á námskeið í hjólastólafærni.

Lesa meira
 

Sumarlokun Þekkingarmiðstöðvarinnar 14.7.2014 - 4.8.2014 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Lokað verður hjá okkur frá og með 14.júlí 2014 og við opnum aftur þriðjudaginn 5.ágúst 2014.

Lesa meira
 

Þekkingarmiðstöðin í Hofi  4.6.2014 - 5.6.2014 Hof, Akureyri

Þekkingarmiðstöðin verður í Hofi Akureyri dagana 4. og 5. júní á ráðstefnunni: Hvar liggja möguleikarnir? Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.

Lesa meira
 

23.maí - Lokum kl.12 23.5.2014

Á morgun, föstudaginn 23.maí, lokum við hjá Þekkingarmiðstöðinni kl.12.00 á hádegi, vegna 37.þings Sjálfsbjargar lsf. Hægt er að senda okkur tölvupóst eða skilaboð gegnum facebook. Erindum sem berast eftir hádegi verður svarað á mánudagsmorgun.

Lesa meira
 

Kynning frá Hjálpartækjamiðstöð 7.5.2014 14:00 - 15:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Til stendur að fulltrúi Hjálpartækjamiðstöðvarinnar komi og kynni helstu breytingar í nýrri reglugerð um hjálpartæki sem tók gildi 6. desember 2013.

Lesa meira
 

Fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks 4.4.2014 13:30 - 17:00 Salur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu

Þann 4.apríl nk. kl.13.30-17.00 mun Þekkingarmiðstöðin bjóða upp á fræðsludag um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks þar sem nokkrir einstaklingar munu segja frá íþróttaiðkun sinni og kynnt verður hvað er í boði í heilsurækt fyrir hreyfihamlað fólk.

Lesa meira
 

Fyrirlestur um skattaskil 10.3.2014 16:15 - 17:45 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Fulltrúi Ríkisskattstjóra mun koma og halda fyrirlestur í ÞS ef næg þátttaka næst.

Skráning: hafið samband eða sendið okkur tölvupóst.

Lesa meira
 

Umræðuhópur um foreldrahlutverkið og hreyfihömlun 24.2.2014 17:00 - 19:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Nú stendur til að halda jafningafræðslu/stofna umræðuhóp um foreldrahlutverkið og hreyfihömlun, og viljum við kanna áhuga ykkar á að vera með í slíkum hópi. 

Lesa meira
 

Kynning á vinnusamningi öryrkja 15.1.2014 13:00 - 14:00 Rauði salurinn

Linda starfsmaður hjá Vinnumálastofnun heldur kynningu í Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.  Hún  er ráðgjafi atvinnuleitenda með skerta starfsgetu og tengiliður við TR vegna vinnusamnings öryrkja. 

Lesa meira
 

Fræðsla á nýju ári 15.11.2013 - 15.1.2014 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Upplýsingar um hvaða námskeið/fræðslu verður boðið uppá vetur/vor 2014 koma í janúar 2014.
Þú getur haft áhrif á hvað boðið er uppá. Sendið inn óskir um námskeið eða fræðslu í gegnum "Ábendingar" á www.thekkingarmidstod.is eða á netfangið thekkingarmidstod(hjá)sjalfsbjorg.is. Öllum ábendingum er vel tekið.

Lesa meira
 

Samskipti við starfsfólk á heimili mínu 11.11.2013 16:30 - 19:00 Rauði salurinn

Ert þú með starfsfólk á þínu heimili? Viltu eiga góð samskipti við starfsfólkið? Komdu þá á þennan áhugaverða fyrirlestur. Þórkatla Aðalsteinsdóttir mun fræða okkur um hvernig best sé að eiga jákvæð samskipti við starfsfólk sem vinnur á heimilinu.

Lesa meira
 

Tölvulausnir og notkun ipad 6.11.2013 16:30 - 19:00 Rauði salurinn

Það er hægt að létta sér margt í daglegu lífi með því að nota tæknina. Kynnt verður hvaða búnað er hægt að nota í stað hefðbundinna lyklaborða og músa. Kynnt verða forrit í iPad sem nýtast fólki með skerta hreyfigetu í höndum ásamt notkun á íslensku talgervlaröddunum. /- Námskeið féll niður.

Lesa meira
 

Skyndihjálparnámskeið fyrir hreyfihamlað fólk 24.9.2013 16:30 - 19:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Hið vinsæla skyndihjálparnámskeið, þar sem hreyfihamlaðir einstaklingar fá einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar við beitingu fyrstu hjálpar. Nú er tækifæri til að læra skyndihjálp þar sem leitað er leiða fyrir þig við að beita fyrstu hjálp. /- Námskeið féll niður.

Lesa meira
 

Hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks 12.9.2013 16:00 - 17:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Magnús Þorgrímsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks, mun kynna fyrir okkur hvert hlutverk réttindagæslumanna er og hvernig fólk getur nýtt sér þjónustu þeirra.

Lesa meira
 

Hjálpartækjasýning 7.6.2013 - 8.6.2013 Íþróttahús ÍFR

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir sýningu þar sem fólk getur séð nýjungar í hjálpartækjum fyrir hreyfihamlaða. Sýningin verður föstudaginn 7. júní og laugardaginn 8. júní næstkomandi í Íþróttahúsinu Hátúni 14. Frítt er inn á sýninguna og eru gestir og gangandi velkomnir.

Lesa meira
 

Þekkingarmiðstöðin - kynning 24.4.2013 - 28.8.2013 15:00 - 16:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Kynning á hlutverki Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar og hvernig fólk getur nýtt sér Þekkingarmiðstöðina verður haldin 28. ágúst 2013 frá kl. 15:00 til 16:00.

Lesa meira
 

Nýtt lyfjagreiðslukerfi 12.4.2013 14:00 - 15:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þann 12. apríl 2013 klukkan 14:00 verður nýtt lyfjagreiðslukerfi kynnt hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Kynningin fer fram í Rauða salnum og mun Heiðar Örn Arnarson frá Sjúkratryggingum Íslands sjá um kynninguna.

Lesa meira
 

Skyndihjálp - fatlað fólk í nauð 9.4.2013 - 11.4.2013

Almenn skyndihjálp með sérstaka áherslu á hvernig beita skuli skyndihjálp við fatlað fólk, s.s. þegar stendur í einstakling sem situr í hjólastól.

Lesa meira
 

Skyndihjálp - fyrir hreyfihamlaða þátttakendur 12.3.2013

Hreyfihamlað fólk getur nú komið á skyndihjálparnámskeið þar sem fundnar eru lausnir við því hvernig það getur best beitt skyndihjálp.

Lesa meira
 

Útivist fatlaðs fólks 18.2.2013 17:00

Vissirðu hve mikla möguleika fatlað fólk hefur á að stunda útivist? Komdu á fyrirlestur um vetraríþróttir fatlaðra og möguleika þeirra þegar kemur að útivist á sumrin. Beth Fox framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled verður fyrirlesari en hún hefur yfir 25 ára reynslu í útivist fatlaðs fólks.

Lesa meira
 

Sjálfsstyrkingarnámskeið 22.1.2013 16:30 - 19:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Langar þig til að koma á stutt sjálfsstyrkingarnámskeið og fá léttan  kvöldverð?Það er alltaf gott að efla sig og styrkja og tilvalið að koma eina kvöldstund og næra líkama og sál. 

Lesa meira
 

Samskipti foreldra og barna 14.1.2013 19:00 - 20:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Á fyrirlestrinum mun sálfræðingurinn, Wilhelm Norðfjörð, fara yfir ýmis atriði varðandi samskipti foreldra og barna, þar á meðal virka hlustun, „ég – skilaboð“ og aðferðir til að leysa úr ágreiningi.

Lesa meira
 

Fræðsla frá Tryggingarstofnun 28.11.2012 14:00 - 15:00 Rauði salurinn

Hverju á maður rétt á sem örorkulífeyrisþegi og hvað hefur áhrif á bætur?

Lesa meira
 

Fjármálafræðsla 7.11.2012 16:30 - 19:30 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Allir þurfa að fylgjast með útgjöldum sínum og verður farið yfir hagnýt atriði á námskeiðinu sem fólk getur nýtt sér í daglegu lífi.Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti greint og unnið með sín fjármál þannig að auðveldara verði að finna útgjaldaliði sem hægt er að hagræða.

Lesa meira
 

Að gera ferilskrá 24.10.2012 15:00 - 16:00 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Ertu að fara út á vinnumarkaðinn? Ætlarðu að skipta um vinnu? Viltu vita hvað á að koma fram í ferilskrá og hvernig þú kemur þér á framfæri við atvinnurekendur? Vertu þá velkomi á fyrirlesturinn "Að gera ferilskrá" hjá Þekkingarmiðstöðinni.

Lesa meira
 

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 28.9.2012 16:00 - 19:00 Kaffistofa Öryrkjabandalags Íslands

Farið verður yfir innihald Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
 

Skyndihjálparnámskeið fyrir hreyfihamlað fólk 11.9.2012 16:00 - 19:00 Kaffistofa Öryrkjabandalags Íslands

Skyndihjálparnámskeið þar sem miðast er við að að hreyfihamlað fólk fái sérhæfðar leiðbeiningar í skyndihjálp. Hver og einn fær leiðbeiningar miðað við hver hreyfihömlunin hans/hennar er.

Lesa meira