Myndbönd fyrir Jafningjafræðslu

Frá upphafi hefur Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar staðið fyrir ýmissi fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks með uppbyggingu þessarar þekkingarvefsíðu okkar. Þekkingarmiðstöðin hefur látið vinna og sett hér fram  fyrirlestra (viðtöl) þar sem hreyfihamlaðir einstaklingar ræða um ýmis málefni út frá sinni upplifun og reynslu. 


Tilgangurinn með þessum fyrirlestrum er fyrst og fremst að fræða og upplýsa aðra, en ekki síður að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegu reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt.


Útivist og íþróttir, fyrir og eftir mænuskaða

Svanur Ingvarsson

útivist og íþróttir Svanur Ingvarsson, húsasmiður og kennari, segir frá reynslu sinni af útivist og íþróttum fyrir og eftir mænuskaða.

Fötlunarlist og sköpun

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

Fötlunarlist og sköpun Fötlunarlistakonan Kolbrún Dögg sýnir brot úr gjörningnum "Taumhald, tjald og typpi" sem hún framdi á málþinginu "Sköpun skiptir sköpum" 4. september 2015. Hún fjallar einnig um aðgengi fatlaðs fólks að listnámi og mikilvægi þess að hafa NPA (Notendastýrða persónulega aðstoð). Myndbandið er textað.

Frumbjörg - Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar

Brandur Karlsson

Frumbjörg Frumbjörg, Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar, var opnuð 29. febrúar 2016 en Brandur fjallar um aðdragandann og hlutverk Frumbjargar. Myndbandið er textað.

Mikilvægi Notendastýrðrar Persónulegrar Aðstoðar (NPA) 

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

Mikilvægi NPA Rúnar Björn segir frá því hvernig líf hans snérist við þegar hann fékk Notendastýrða Persónulega Aðstoð. Myndbandið er textað.

Sýnileiki á vinnumarkaði

Helga Magnúsdóttir

Sýnileiki á vinnumarkaði Hér segir Helga frá reynslu sína af vinnumarkaðnum og mikilvægi þess að vera virkur í samfélaginu.Myndbandið er textað

Mikilvægi hreyfingar

Arna Sigríður Albertsdóttir

Mikilvægi hreyfingar Arna Sigríður talar um hreyfingu og hvað hreyfing hefur gert fyrir hana.
Myndbandið er textað.

Þátttaka í lífinu

Þorkell Sigurlaugsson

Þátttaka í lífinu Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir ræðir við Þorkel Sigurlaugsson um virka þátttöku hreyfihamlaðs fólks í lífinu.

Viðhorf þitt til lífsins - Taktu sénsinn!

Andri Valgeirsson

Taktu sénsinn!Hér segir Andri frá þeim viðhorfum sem hann hefur fundið fyrir í samfélaginu og viðhorfi til lífsins.

Að byggja upp sjálfsmynd eftir slys

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Að byggja upp sjálfsmynd eftir slys Þuríður Harpa segir okkur frá hennar reynslu af því að byggja upp sjálfsmynd sína eftir slys.


Fötlun og foreldrahlutverkið 

Þorbera Fjölnisdóttir

Fötlun og foreldrahlutverkið

Hér talar Þorbera um sína upplifun og reynslu af fötlun og foreldrahlutverkinu.


Til baka