Fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks

Fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks var haldinn 4. apríl 2014 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Fræðsludagur um heilsurækt hreyfihamlaðs fólks var haldinn 4. apríl 2014. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasambandi fatlaðra kynnti möguleika í útivist  fyrir hreyfihamlað fólk. Arna Sigríður Albertsdóttir, Svanur Ingvarsson og Arnar Helgi Lárusson sögðu frá íþróttaiðkun sinni, og þær Gígja Magnúsdóttir og Linda Laufdal Traustadóttir sjúkraþjálfarar á Grensás ræddu um jákvæð áhrif heilsuræktar. 
Athugið að þetta er okkar fyrsta tilraun í upptökum á fyrirlestrum og er svokölluð "live" upptaka þar sem efnið er óklippt. Gæðin eru ekki þau bestu og vonandi taki þið viljann fyrir verkið.
Hér má sjá facebook auglýsingu um viðburðinn.


Heimur íþróttanna - spennandi vettvangur    

Hreyfing og íþróttir, fyrir og eftir mænuskaða

Útivist, hreyfing, ávinningur                                

Jákvæð áhrif heilsuræktar                                   

Hjólastólakappreiðar                                            

Til baka