Fréttabréf Þekkingarmiðstöðvarinnar 1. tölublað 2. árgangur

Kynning á vinnusamningi öryrkja 

Þann 15. janúar síðast liðinn kom Margrét Linda Ásgrímsdóttir frá Vinnumálastofnun og kynnti vinnusamning öryrkja. Góð mæting var á kynninguna. Hægt er að lesa um vinnusamninginn á heimasíðu okkar með að smella hér. 

Á döfinni 

Umræðuhópur um foreldrahlutverkið og hreyfihömlun Nú stendur til að stofna umræðuhóp um foreldrahlutverk og hreyfihömlun og viljum við kanna áhuga ykkar á að vera með í slíkum hópi. Hugmyndin er að bæði hreyfihamlaðir foreldrar og þeir sem hyggja á barneignir verði saman í hópi, deili reynslu sinni og fái ráð hjá öðrum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hafa samband við okkur fyrir föstudaginn 14. febrúar 2014. Þið getið sent okkur tölupóst á thekkingarmidstod(hjá)sjalfsbjorg.is eða hringt í okkur í síma 5 500 118 

Fræðsla og fyrirlestrar 

Í byrjun mars verður haldinn fyrirlestur um gerð skattframtals. Starfsmaður Ríkisskattsstjóra mun fjalla almennt um gerð skattframtals og NPA- og beingreiðslusamninga. Athugið að þessi fyrirlestur verður einungis haldinn ef lágmarksfjöldi þátttakenda er 15-20 manns. Með vorinu mun starfsmaður Hjálpartækjamiðstöðvar kynna þjónustuna, helstu breytingar með nýrri reglugerð, bílahjálpartæki og margt fleira. 

Nýtt á heimasíðunni okkar 

Vilt þú fylgjast með því hvað er að gerast nýtt á heimasíðunni okkar? Smelltu þá á þennan tengil til að sjá það nýjasta á síðunni okkar. Myndbönd Við hvetjum ykkur til að kíkja á þessi myndbönd á heimasíðunni okkar með að smella hér. Endilega kíkið á Facebook síðuna okkar fyrir fleira skemmtilegt efni og gerið okkur að "ánægjuefni" (lækið okkur). 


Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar | Hátún 12, 105 Reykjavík | Sími 5 500 118 thm@sjalfsbjorg.is | www.thekkingarmidstod.is Skoða fréttabréf í vafra FYLGDU OKKUR Afskráning af póstlista

Til baka