Tímabundnar breytingar í Þekkingarmiðstöð og Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar frá og með 24. mars 2020
Starfsemi Þekkingarmiðstöðvar og Hjálpartækjaleigu
Sjálfsbjargar frá og með 24. mars
Í ljósi nýrra fyrirmæla frá heilbrigðisráðherra um útfærslu samkomubanns mun starfsemi Þekkingarmiðstöðvar og Hjálpartækjaleigunnar verða á eftirfarandi hátt frá og með morgundeginum, 24. mars:
Þekkingarmiðstöð og Hjálpartækjaleigunni verður lokað frá og með 24. mars. Þetta er gert vegna þess að við erum staðsett í Hátúni 12, þar eru margir veikir einstaklingar og öll orka okkar þessa dagana fer í að verja þá frá smiti.
Síminn (550 0118) verður að sjálfsögðu opinn (10:00-14:00) og við svörum tölvupósti.
Hjálpartæki sem er verið að skila er hægt að setja við hérna inn fyrir við inngang 4 sem er við hliðina á Hjálpartækjaleigunni.
Ef þig vantar hjálpartæki til leigu, hafðu samband í síma 550-0118.
Kær kveðja,
Starfsfólk Þekkingarmiðstöðvar og Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar.