Fréttasafn
2.6.16 - Sumargötur í Reykjavík
Tímabundin P-stæði vegna götulokanna
Sumum götum í Reykjavík hefur verið breytt í göngugötur næstu mánuði. Útbúin hafa verið tímabundin P-stæði á nokkrum stöðum. Þau eru við Vatnsstíg, Ingólfsstræti, Klapparstíg og við gatnamótin við Þingholtsstræti (þar sem göngugatan endar).
Auk þess er P-stæðið við Skólavörðustíg 2 aðgengilegt fyrir kl.11 á virkum dögum.
Bílastæðahúsið við Bergstaðastræti er alltaf aðgengilegt. Meðfylgjandi kort fengum við sent frá borginni.